Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 10. 2014 | 20:00

Lindsey bjargar Leó úr dýraheimili

Lindsey Vonn er sögð eyðilögð yfir að geta ekki tekið þátt í Ólympíuleikunum vegna meidds hnés. Meiðslin frá því að hún datt í brekkum Schladming í Austurríki eru greinilega ekki gróin enn.

Lindsey póstaði mynd af sér á Instagram sl. miðvikudag og sagðist hafa tekið að sér 9 mánaða hundinn Leó „úr dýraheimili.“

„Hann hefir kætt mig svo mikið!“ skrifaði hún. „Hann varð fyrir bíl og því er hann meiddur á hné líka. Kannski að við getum verið í endurhæfingu saman!“

Á facebook skrifaði Lindsey: „Enginn vildi hann … nema ég! Ég hvet alla sem eru í leit að gæludýri að taka eitt úr dýraheimilum og bjarga þannig hundslífi!“

Góðar líkur eru á að Tiger sé hundamaður, en hann og fyrrum eiginkona hans Elín Nordegren áttu 2 hunda.

Meðan allt lék í lyndi!

Meðan allt lék í lyndi!