Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 10. 2014 | 18:00

Nýju stúlkurnar á LET 2014: Hannah Ralph (9/31)

Það var 31 stúlka sem komst í gegnum Lalla Aicha Tour School í Marokkó og hlaut kortið sitt á Evrópumótaröð kvenna, LET (Ladies European Tour).

Mótið fór fram dagana 14.-18. desember 2013 á golfvöllum Al Maaden og Samanah CC í Marrakech, Marokkó.  Leiknir voru 5 hringir  og eftir 4. hringinn var stúlkunum 92 sem upphaflega voru 94, fækkað niður í 60 og þar af hlutu 31 efstu eftir 5. og lokahringinn keppnisrétt á LET fyrir keppnistímabilið 2014.

Það voru 4 stúlkur sem deildu 23. sætinu (voru jafnar í 23.-26. sætinu) og komust inn á mótaröðina með skor upp á samtals 1 yfir pari, 361 höggi:   Hannah Ralph,  Lucy AndreNina Muehl  og Karolin Lampert.

Það hafa allar verið kynntar nema enski kylfingurinn Hannah Ralph sem varð í 23. sæti með lokaskor  upp á 69  76  71  75  70

Hannah er fædd í Chichester, Englandi, 29. apríl 1988 og er því 25 ára. Hún byrjaði að spila golf 2 ára og gerðist atvinnumaður í golfi 1. janúar 2010 þ.e. fyrir 4 árum, þá með +2 í forgjöf.

Hannah er frænka hins þekkta og virta kylfings Glenn Ralph, sem lék á Evrópumótaröðinni í yfir 20 ár og er nú á öldungamótaröðinni. Þau sem höfðu mest áhrif á að Hannah byrjaði í golfi voru frændinn frægi, foreldrar og vinir.

Heima í Englandi er Hannah í Cowdray Park golfklúbbnum.

Meðal áhugamála Hönnuh eru íþróttir almennt, tónlist, að vera með fjölskyldunni, að fara í verslunaferðir og vera aktíf.

Komast má á heimasíðu Hönnuh með því að SMELLA HÉR: 

Sjá má viðtal við Hönnuh sem fréttamaður LPGA tók eftir að hún komst í gegnum Q-school SMELLIÐ HÉR: