Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 10. 2014 | 18:30

Afmæliskylfingar dagsins: Ian Poulter og Andrea Ásgrímsdóttir – 10. janúar 2014

Það eru Andrea Ásgrímsdóttir, golfkennari og „kraftaverkamaðurinn í Medinah“ Englendingurinn Ian Poulter, sem eru afmæliskylfingar dagsins.  Andrea er fædd 10. janúar 1974 og á því 40 ára stórafmæli í dag!!!  Andrea er m.a. klúbbmeistari kvenna í Golfklúbbnum Oddi 2012 og 2013.

Andrea Ásgrímsdóttir og Rafn Stefán Rafnsson, klúbbmeistarar GO, 2012. Mynd: Helga Björnsdóttir

Andrea Ásgrímsdóttir og Rafn Stefán Rafnsson, klúbbmeistarar GO, 2012. Mynd: Helga Björnsdóttir

Fyrsta viðtalið sem birtist hér á Golf 1 var tekið við Andreu og má sjá það með því að SMELLA HÉR: 

Komast má á facebook síðu Andreu hér að neðan til þess að óska henni til hamingju með daginn!!!

  • Andrea Asgrimsdottir (40 ára – Innilega til hamingju Andrea!!!)

    Ian Poulter

    Ian Poulter í Rydernum 2012 – Ógleymanlegur!!!

    Ian James Poulter er fæddur 10. janúar 1976 í Hitchin, í Hertfordshire í Englandi og er því 38 ára í dag.

    Þessi 1.85 m og 86 kg kylfingur er breskur atvinnumaður í golfi (frá árinu 1996), sem spilar á báðum topp atvinnumótaröðunum í golfi: bandarísku PGA-mótaröðinni (síðan 2005) og Evrópumótaröðinni (síðan 2000).

    Hann er atvinnumaður á ferð og flugi (touring professional) fyrir Woburn Golf and Country Club, sem er í Buckinghamshire.

    Upphaf golfferils Ian Poulter

    Ian Poulter byrjaði í golfi 4 ára gamall, þegar faðir hans sem er með einnar tölu forgjöf gaf honum 3-tré. Eldri bróðir Ian Poulter, Danny, er líka atvinnumaður í golfi.
    Þar sem Ian Poulter tókst ekki að fá pláss sem atvinnumaður í einkagolfklúbbi, þá gerðist Poulter aðstoðargolverslunarstjóri í Chesfield Downs Golf Club.

    Þar var hann neyddur til þess af yfirmanni sínum að greiða vallargjöld að fullu í hvert sinn, sem hann vildi taka þátt í golfkeppnum. Forgjöf Poulters var því lengi 4, þar sem hann tók ekki þátt í neinum golfmótum.

     

    Skrautfuglinn Ian Poulter

    Skrautfuglinn Ian Poulter

    Atvinnumaðurinn Ian Poulter
    Ian Poulter gerðist atvinnumaður árið 1996, þá 19 ára og sigraði í fyrsta sinn á Opna Fílabeinsstrandarmótinu (Open Côte d´Ivoire) á Challenge-túrnum, áskorendamótaröð Evrópu; hann öðlaðist þátttökurétt á Evrópumótaröðinni sjálfri seinna á árinu í gegnum Q-school. Á fyrsta keppnistímabili sínu á Evrópumótaröðinni sigraði hann á Opna ítalska og hlaut nýliða-titilinn Sir Henry Cotton Rookie of the Year, árið 2000. Frekari sigrar hrúguðust upp næstu 4 árin, sá eftirminilegasti e.t.v. sigurinn á Volvo Masters 2004. Hann var meðal topp 10 á Order of Merit árin 2003, 2004, 2006 og 2009.

    Árið 2002 rétt missti Ian Poulter af því að komast í Ryder Cup liðið f.h. Evrópu en hann var hins vegar í Ryder Cup liðinu f.h. Evrópu 2004 og náði m.a. sigurpunktunum fyrir liðið það ár. Þetta varð til þess að Poulter öðlaðist þátttökurétt á PGA-mótaröðinni 2005 og hefur Ian Poulter spilað á báðum mótaröðum upp frá þeim tíma.

    Á Masters-mótinu 2008 afrekaði Poulter að fara holu í höggi á hinni frægu 16. braut í Augusta National. Á Opna meistaramótinu 2008 var Poulter í forystu en tapaði síðan á lokahringnum fyrir Pádraig Harrington.

    Í Ryder Cup 2008 skoraði Poulter flest stig fyrir Evrópu þ.e. 4 stig af 11.5 en Evrópa tapaði fyrir Bandaríkjunum 16.5 – 11.5.

    Í 2009 útgáfu af The Players Championship spilaði Poulter á 8 undir pari og lenti í 2. sæti 4 höggum á eftir sigurvegara mótsins Henrik Stenson. Í nóvember 2009 sigraði Poulter á Barclays Singapore Open í Sentosa Club.

    Ian Poulter náði sæti á topp 10 lista heimslistans í janúar 2010 þegar hann landaði 2. sætinu á Abu Dhabi Golf Championship á eftir þýska kylfingnum Martin Kaymer, sem sigraði á því móti. Sunnudaginn 21. febrúar 2010 vann hann í fyrsta sinn mót á bandarískri grund, þegar hann sigraði samlanda sinn Paul Casey 4/2 á lokahring WGC-Accenture Match Play Championship í Arizona. Með þeim sigri færðist hann í 5. sæti á heimslistanum (lista yfir bestu kylfinga heims; ens.: Official World Golf Rankings).

    Þann 23. febrúar 2011 í Marana, Arizona varð Ian Poulter fyrsti kylfingurinn, sem var að verja titil sinn, til að detta út í 1. umferð WGC-Accenture Match Play Championship. Hann átti hins vegar meiri velgengni að fagna á Evrópumótaröðinni í Volvo World Match Play Championship, þar sem hann vann Ryder Cup liðsfélaga sinn Luke Donald, 2&1, í úrslitaleiknum. Hann var þá þar áður búinn að sigra þáverandi nr. 1 á heimslistanum Lee Westwood, og auk þessFrancesco Molinari og Nicolas Colsaerts á leið sinni í úrslitin. Þetta var önnur holukeppni sem Poulter sigraði í og 11. sigur hans á Evrópumótaröðinni. Í kjölfarið fór Poulter úr 22. í 14. sætið á heimslistanum.

    Poulter var eitt af „villtu kortum“ (slæm þýðing á ensku orðunum „Wild Cards“ José Maria Olázabal, fyrirliða Ryder Cup liðs Evrópu 2012. Þ.e. Poulter komst ekki í liðið vegna góðrar frammistöðu sinnar heldur vegna þess að fyrirliðinn má velja tvo liðsmenn. Hinn sem Olázabal valdi var Belginn Nicolas Colsaerts. En Poulter átti svo sannarlega eftir að endurgjalda Olázabal traustið. hann vann alla 4 leiki sína á 3 dögum Ryder bikars mótsins, sem fram fór í Medinah, nálægt Chicago og var lykilmaður í 14.5-13.5 sigri liðs Evrópu.

    Þann 4. nóvember 2012, vann Poulter annað heimsmótið sitt (ens.: World Golf Championship ) þ.e. WGC-HSBC Champions í Shenzhen, Kína, eftir að hafa verið 4 höggum á eftir forystumönnum lokahringsins. Hann spilaði lokahringinn á 65 höggum, fékk m.a. 8 fugla á 15 holum og þrátt fyrir skramba á síðustu holunum vann hann með 2 högga mun á næsta kylfing. Poulter er aðeins annar af 2 evrópskum kylfingum til þess að hafa sigrað í fleiri en einu heimsmóti – hinn er Darren Clarke.  Með þessum sigri fór Poulter í 15. sæti heimslistans.

     

    Fatasmekkur Ian Poulter
    Ian Poulter er þekktur fyrir afgerandi fatasmekk (sjá meðfylgjandi myndir), en innblásturinn hlaut hann frá móður sinni, sem er framkvæmdastjóri í Letchworth-deild bresku kvenfataverslunarinnar Dorothy Perkins.

    Meðal þess frægasta fatarkyns sem Poulter hefir klæðst á golfvelli eru buxurnar hans með myndum af Claret Jug, sem hann var í á Opna meistaramótinu bæði 2005 og 2006. Seve Ballesteros var kynnir fyrir BBC og grínaðist með að líklega væri þetta “það næsta sem (Poulter) myndi komast því að sigra skálina  frægu (Claret Jug).

    Ian Poulter í Claret Jug buxunum frægu.

    Ian Poulter í Claret Jug buxunum frægu.

    Ian Poulter er einnig oft með gleraugu í stíl við golfbolinn sem hann er í eða golfskyggnið og er auk þess oft í skærlituðum og mynstruðum buxum. Gott dæmi þess er skærbleika “outfit-ið”, sem hann var í, á heimsmeistaramótinu í holukeppni 2010.

    Ian Poulter í bleika outfittinu eftir sigurinn á heimsmótiinu í holukeppni 2010. Mynd: PGA

    Ian Poulter í bleika outfitinu eftir sigurinn á heimsmótiinu í holukeppni 2010. Mynd: PGA

    Fótboltaaðdáandinn Poulter
    Ian Poulter er þekktur stuðningsmaður breska fótboltaliðsins Arsenal FC. Hann leikur oft í golfmótum með einkennismerki Arsenal á golfskónum sínum og var gagnrýndur þegar hann birtist eitt sinn í bol merktum Arsenal á golfmót (strax eftir mótið var reglum um golfklæðnað breytt í þá átt að banna kylfingum að vera í fótboltastuðningsmannabolum á golfvöllum).

    Ian Poulter hleypti af stokkunum eigin fatalínu árið 2007: Ian Poulter Design (IJP).

    Umdeildir atburðir á golfævi Poulters
    Í september 2007, á Mercedes-Benz-Championship braut Ian Poulter teigmerki í reiðiskasti og fékk sekt.

    Árið 2006 var Poulter sektaður um £5,000 fyrir kjafthátt við löggæslumann á Opna írska.

    Í mars hefti Golf World (UK) var haft eftir Poulter: “Ekki misskilja mig, ég ber virðingu fyrir hverjum atvinnumanni í golfi og ég veit að ég hef ekki spilað skv. fullri getu en þegar það gerist munum það bara vera ég og Tiger á vellinum.”

    Í október 2010 ýfðust nokkrir þegar myndir birtust af Ian Poulter og börnum hans að borða morgunkorn úr Ryderbikarnum.

     

    Ian og Katie Poulter

    Ian og Katie Poulter

    Prívatmaðurinn Poulter
    Ian Poulter er kvæntur Katie og eiga þau 3 börn. Þau eiga heimili í Orlando í Flórída en einnig í Milton Keynes, Buckinghamshire.

    Poulter is er mikill áhugamaður um bíla, keypti sér m.a. Ford GT, árið 2008 en á fyrir Bentley Continental GT og hefir m.a. keyrt um og átt Ferrari, Nissan Skyline og Aston Martin DB9.

    Heimild: Wikipedia

    Ofangreind grein greinarhöfundar um Ian Poulter hefir áður birtst á iGolf, 23. febrúar 2010 kl. 11:30 en birtist hér að nýju að nokkru breytt og uppfærð. 

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:  franski kylfingurinn Romain Wattel, 10. janúar 1991 (23 ára) ….. og …..

Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is