James Hahn fagnar Gangnam Style á Waste Management Phoenix Open í febrúar 2013 – nú voru fagnaðarlætin minni yfir albatrossnum!
Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 11. 2014 | 05:00

PGA: Glæsilegur albatross James Hahn – Myndskeið

Fyrr í gærkvöldi náði Joost Luiten glæsilegum albatross á Volvo Golf Champions mótinu í Durban, Suður-Afríku og er einn af 3 sem leiða í mótinu.

Hann var ekki sá eini sem fékk albatross, því hinum megin á hnettinum á Sony Open var James Hahn með ekki síðri albatross á Sony Open á Waialea á Hawaii.

Sjá má albatross Hahn með því að SMELLA HÉR: 

Að þessu sinni fagnaði Hahn ekki Gangnam style en hann vakti mikla athygli á sér í febrúar á síðasta ár, 2013, á Waste Management Phoenix Open (Sjá frétt Golf 1 um það með því að SMELLA HÉR:) þegar hann fagnaði fínum fugli Gangnam Style.  Nú bar hann fingurna bara upp að derinu og henti albatross bolta sínum í áhorfendaskarann.

Þetta eru tvö sjaldgæfustu afrek í golfi með stuttu millibili á sitthvoru mótinu;  á Evrópumótaröðinni annars vegar og PGA Tour hins vegar .