Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 10. 2014 | 18:00

GHG: Hole in One púttmótaröðin hefst á laugardaginn

Opna Hole in One púttmótaröðin verður spiluð í Hamarshöll í vetur.

Hún hefst næstkomandi laugardag 11. janúar. Spilað verður næstu 12 laugardaga og verða rástímar frá kl. 10-12.

Ekki verður leyft að fara æfingarhring á undan skráðum hring.

Spilaðar verða 36 holur og er þátttökugjald 500 krónur fyrir hvern hring.

Í lok mótaraðarinnar verða tekin saman 6 bestu skorin til að finna sigurvegara mótaraðarinnar og verða veitt verðlaun fyrir 3 efstu sætin.

Mótaröðin er opin þannig að allir geta tekið þátt – félagsmenn sem aðrir og ekki úr vegi að fara laugadagsbíltúra í Hveragerði og taka þátt í skemmtilegu púttmóti!!!