Viðtalið: Birgir Björn Magnússon, GK
Viðtalið í kvöld er við einn alefnilegasta kylfing Íslandinga, 16 ára klúbbmeistara Golfklúbbsins Keilis 2013, sem á ferli sínum í golfi hefir unnið mörg afrek á golfsviðinu. Þannig hefir Birgir Björn bæði orðið. Íslandsmeistari í höggleik og holukeppni í sínum aldursflokkum og eins Íslandsmeistari með sveitum GK í sveitakeppni GSÍ. Nú síðast hlaut Birgir Björn háttvísibikar GSÍ, sem var afhentur á aðalfundi GK, 9. desember 2013 og er þá fátt eitt talið. Hér fer viðtalið: Fullt nafn: Birgir Björn Magnússon. Klúbbur: GK. Hvenær og hvar fæddistu? 12. maí 1997, í Reykjavík. Hvar ertu alinn upp? Í Hafnarfirði – ég hef alltaf búið í Hafnarfirði. Í hvaða starfi/námi ertu? Ég Lesa meira
Hver er kylfingurinn: Keegan Bradley?
Hér verða rifjaðar upp tvær greinar sem hafa áður birtst á Golf1.is 7. og 8. ágúst 2012 og eru um bandaríska kylfinginn Keegan Bradley. Þær birtast hér nokkuð breyttar og uppfærðar og eru reyndar slegnar saman hér í 1 grein. Tilefni skrifanna um Bradley 2012 var að hann var nýliði í bandaríska Ryder Cup liðinu í Medinah það ár, auk þess sem hann sigraði í Bridgestone Invitational heimsmótinu í Akron, Ohio í ágúst það ár (2012). Sem stendur er Keegan Bradley í 22. sæti heimslistans. En hver er þessi kylfingur, Keegan Bradley? Keegan Bradely fæddist 7. júní 1986 og því 27 ára. Hann spilar á PGA mótaröðinni og hefir nú þegar Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Harold Horsefall Hilton – 12. janúar 2014
Afmæliskylfingur dagsins er Harold heitni Horsefall Hilton, en hann fæddist í dag, fyrir 145 árum, 1869 og dó 5. mars 1942. Hann varð 2. áhugamaðurinn til þess að sigra Opna breska. Golf 1 var stuttu eftir að golfvefurinn fór í loftið með greinaröð um kylfinga 19. aldar. Hér má rifja upp greinina um afmæliskylfinginn: HAROLD HORSEFALL HILTON Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru m.a.: Patty Hayes, 12. janúar 1955; Craig Parry, 12. janúar 1966 (ástralski túrinn) ….. og ….. Berglind Richardsdóttir (41 árs) Sigríður Jóhannsdóttir (45 ára) Davíð Viðarsson (35 ára) Eiríkur Svanur Sigfússon (47 ára) Félag Um Jákvæða Sálfræði (24 ára) Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í Lesa meira
Evróputúrinn: Oosthuizen sigraði á Volvo Golf Champions
Það var heimamaðurinn Louis Oosthuizen, sem sigraði á Volvo Golf Champions mótinu í Durban CC í KwaZulu Natal héraði í Suður-Afríku í dag. Hann var á skori upp á samtals 12 undir pari, 276 höggum (68 69 71 68) og hlaut að launum sigurtékkann upp á € 507,655. „Þetta var taugatrekkjandi hringur en ég lauk leik sterkt og ég er bara glaður að ég gat það. Þetta er frábær byrjun á árinu. Hvað sjálfstraustið varðar er þetta frábært,“ sagði Oosthuizen eftir að ljóst var að hann hefði sigrað! Í 2. sæti varð annar heimamaður Branden Grace aðeins 1 höggi á eftir Oosthuizen. Tvær stjörnur mótsins Englendingurinn Tommy Fleetwood, sem leiddi fyrir Lesa meira
Tway golf-feðgarnir
Kevin Tway man eftir því sem strákur að gægjast í búningsskápa PGA Tour leikmannanna og snuðra í kringum vagna golfútbúnaðarfyrirtækjanna, sem fylgja PGA stjörnunum og reyna að tala fólkið þar til, til þess að gefa sér nýtt golfsett. Nú er Kevin með sinn eiginn búningsskáp og er borgað fyrir að leika með ákveðnum kylfum. Hann er sonur fyrrum PGA Championship sigurvegara og spilar nú sjálfur á PGA Tour. Kevin er sonur Bob Tway, sem vann 8 sinnum á PGA Tour, þ.á.m. á PGA risamótinu 1986. Að vera sonur Bob hafði marga kosti. Sérfræðingar fylgdust með öllum framförum stráksa. Sjálfur fékk hann að kynnast lífinu á túrnum áður en hann byrjaði Lesa meira
GA: Sumarleiga á golfbílum
Golfklúbbur Akureyrar í samstarfi við Bílaleigu Akureyrar ætlar að bjóða kylfingum sem þurfa á golfbíl að halda að staðaldri í sínum golfleik, sumarleigu á golfbíl hjá klúbbnum. Leigan tryggir kylfingum aðgang að golfbíl í allt sumar. Kylfingar geta keypt kort sem þeir eru þá skráðir fyrir og þeir einir geta nýtt, korthöfum er þó sjálfsagt að bjóða öðrum kylfingum með sér í bílinn. Það þarf að bóka bílana með dags fyrirvara og mun GA reyna að tryggja að ávallt sé bíll til staðar, þó sú staða geti komið upp að það þurfi að hliðra til rástímum ef margir bílar eru í útleigu viðkomandi dag. Einhverja daga gæti sú staða komið Lesa meira
Kaymer í samstarf við Etihad Airways
Eftir að hafa sigrað US PGA Championship risamótið árið 2010, Abu Dhabi HSBC Golf Championship í metfjölda skipta þ.e. árin 2008, 2010 og 2011 og eftir að setja niður sigurpúttið í Rydernum fyrir Evrópu 2012 í „kraftaverkinu í Medinah“ þá er þýski kylfingurinn Martin Kaymer talinn meðal skærustu stjarna golfheimsins. Jafnvel þó hann hafi ekki gert neitt nema að renna niður heimslistann á síðasta ári, 2013, en það ár var sérlega slæmt hjá Kaymer, eins og fleiri þekktum golfstjörnum. Hann er nú í 41. sæti heimslistans – hefir enn lækkað um 2 sæti frá því um áramótin en þá var hann í 39. sæti. Kaymer vonast að í ár verði Lesa meira
Golfútbúnaður: Hvaða golfskó valdi Tiger?
Nike Golf var með hönnunarsamkeppni í gangi s.l. desember, þar sem það hvatti aðdáendur til að hanna Nike skó á Tiger. Það var síðan sjálfur Tiger sem valdi skóna sem honum leist best (en skórnir sem hann valdi eru á mynd hér fyrir neðan): Þetta var í fyrsta sinn sem Nike stóð fyrir svona opinni hönnunarkeppni Sá sem hannaði skóna heitir Dane Thompson og það gætir þjóðernisáhrifa í litavali hjá honum (þ.e. skórnir eru í fánalitunum). „Þegar ég frétti af samkeppninni og að skórnir væru fyrir Tiger vissi ég að ég yrði að hanna eitthvað við hæfi,“ sagði Thompson á GolfChannel.com. „Þjóðernisþemað kom upp í hugann þegar ég fór að Lesa meira
Glæsihögg Schwartzel af golfstíg – Myndskeið
Mastersmeistarinn 2011, Charl Schwartzel, átti algjörlega ótrúlegt högg á 3. hring Volvo Golf Champions í gær af steyptum golfstíg Durban CC, í Suður-Afríku. Ekki aðeins að hann þyrfti að slá af stígnum – heldur einnig yfir há tré til þess að eiga möguleika að komast á flöt. Schwartzel sló af stígnum, yfir trén og boltinn lenti aðeins nokkra sentimetra frá holu. Ótrúlega flott blindandi högg Schwartzel og ekki nema á færi heimamanna, sem þekkja Durban völlinn út og inn að slá slík högg. Skor Schwartzel eftir 3. dag Volvo Golf Champions var samtals 5 undir pari, 211 högg (74 69 68) og hann er T-8 fyrir lokahringinn, sem leikinn verður Lesa meira
PGA: Chris Kirk leiðir fyrir lokahring Sony Open
Það er bandaríski kylfingurinn Chris Kirk sem leiðir fyrir lokahring Sony Open, sem fram fer á Waialea CC í Honolulu á Hawaii. Kirk er samtals búinn að spila á 12 undir pari, 198 höggum (64 69 65). Öðru sætinu deila þeir Harris English og Will Wilcox aðeins 1 höggi á eftir Kirk. Þrátt fyrir þrálát meiðsl í olnboga hangir John Daly inni í Sony Open mótinu og átti glæsilegan 3. hring upp á 64 högg! þar sem hann fékk 7 fugla og 1 skolla. Hvorki meiri né minni en 9 högga sveifla var milli hringja hjá honum, en hann spilaði meiddur í gær upp á 73 högg. Hann er eftir Lesa meira










