Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 11. 2014 | 20:00

Golfgrín á laugardegi

Elsa er að gramsa í vinnuherbergi mannsins síns og finnur í skáp einum, lítið skrín.

Hún opnar það og finnur inni í því 3 golfbolta og 40.000 krónur.

Þegar maður hennar kemur heim spyr hún hann hvað þetta eiga að þýða.

Eftir nokkurt hik viðurkennir hann að hann hafi alltaf þegar hann var henni órtúr lagt golfbolta í skrínið.

Þá verður Elsa öskureið og skammar hann heifúðlega. Eftir stutta stund hættir hún og horfir ábúðarfull og af festu á hann.

„Eiginlega er þetta ekkert svo slæmt; 30 ára hjónaband og bara 3 golfboltar!“ segir hún. „Þetta var að vísu ekkert lekkert hjá þér en ég fyrirgef þér. En segðu mér af hverju eru 40.000 krónur í skríninu?“

Án þess að horfa framan í hana svarar maðurinn: „Nú jæja, alltaf þegar ég var kominn með  12 bolta – seldi ég tylftina á 2000 kall!“