PGA: John Daly fær bíl fyrir ás!
Varla er Sony Open búið þá er John Daly aftur í fréttum ….. en ekki fyrir neinn skandal! Daly tók þátt í Pro-Am móti fyrir Humana Challenge, sem er mót vikunnar á PGA Tour og viti menn Daly átti draumahögg, fór holu í höggi! Fyrsta höggið, sem Daly sló með nýja Callaway 9-járninu sínu, fór beint ofan í holu, en aðstoðarmaður frá Callaway hafði nýlokið við að afhenda Daly kylfuna. Ás Daly kom á 154 yarda (141 metra) 7. holu á PGA West Nicklaus golfvellinum. „Ég fylgdist ekki einu sinni með hvert höggið fór,“ sagði Daly. „Ég beygði mig bara niður (eftir að ég sló) til þess að ná í Lesa meira
GKG: Úrslit í 1. púttmóti barna og unglinga
Púttmótaröð vetrarins fór af stað s.l. laugardag, en alls verða 9 mót í vetur. Hér fyrir neðan má sjá besta árangur í hverjum flokki sem náðist í fyrsta púttmótinu. Til að sjá úrslit allra keppenda SMELLIÐ HÉR:. GKG þakkar öllum þátttökuna og minnir á næsta mót sem fer fram laugardaginn 25. janúar í Kórnum. Hægt er að pútta milli 11-13 og er þátttaka ókeypis. Staða efstu keppenda eftir 1. púttmótið er eftirfarandi: 12 ára og yngri stelpur 11.jan Hulda Clara 30 Herdís Lilja 30 12 ára og yngri strákar 11.jan Hjalti Hlíðberg 30 Róbert 30 13 – 15 ára strákar 11.jan Róbert Þrastarson 26 16 – 18 ára piltar 11.jan Lesa meira
Úlfar áfram landsliðsþjálfari
Í fréttatilkynningu frá GSÍ segir eftirfarandi: „Í byrjun desembermánaðar tilkynnti Úlfar Jónsson stjórn Golfsambands Íslands að hann segði starfi sínu sem landsliðsþjálfari lausu. Í kjölfarið hafa átt sér stað viðræður á milli golfsambandsins og Úlfars sem hafa leitt til þess að samkomulag hefur náðst um áframhaldandi störf Úlfars. Golfsambandið fagnar því að Úlfar skuli áfram starfa sem landsliðsþjálfari enda spennandi tímar framundan í afreksmálum sambandsins.“ Úlfar er 45 ára (f. 25. ágúst 1968), íþróttastjóri GKG, kylfingur 20. aldarinnar og margfaldur Íslandsmeistari. Það er mikið gleðiefni að hann skuli áfram vera landsliðsþjálfari, enda þörf okkar albestu manna ætli golfhreyfingin að koma islenskum kylfingi á Ólympíuleikana 2016! Golf 1 óskar Úlfari áframhaldandi Lesa meira
Náungi dettur inn í golfverslun… gegnum þakið – Myndskeið
Í gær í þættinum Morning Drive sem er uppáhaldsþáttur margra kylfinga var sýnt meðfylgjandi myndskeið, sem sýnir mann detta inn í golfverslun í gegnum þak á búðinni. Þáttarstjórnendurnir furða sig á því að enginn virðist hafa áhyggjur af manninum sem datt inn í golfverslunina …. og finnst eitthvað óhugnanlegt við þetta næstum eins og úr kvikmynd eftir Cohen bræður. Dæmið sjálf – Hér má sjá myndskeiðið SMELLIÐ HÉR:
Afmæliskylfingur dagsins: Jóhann P. Kristbjörnsson – 13. janúar 2014
Það er Jóhann P. Kristbjörnsson, sem er afmæliskylfingur dagsins. Jóhann er í Golfklúbbi Suðurnesja, fæddur 13. janúar 1969 og því 45 ára í dag!!! Jóhann er með 12,4 í forgjöf og hefir verið duglegur að taka þátt í opnum mótum með góðum árangri; var m.a. á Marsmóti 1 í Sandgerði á s.l. vori (2013). Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Mark O´Meara 13. janúar 1957 (57 ára); Gyða Björk Ágústsdóttir, 13. janúar 1978 (36 ára); Rachel Bell, 13. janúar 1982 (32 ára) ….. og ….. Siggi óli (46 ára) Gunnar Gunnarsson Birgir Albertsson Sanders, GS (47 ára) Baldur Ólafsson (45 ára) Guðjón Frímann Þórunnarson (33 ára) Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli Lesa meira
Ótrúleg saga kylfusveins Ishikawa
Simon Clarke er kylfusveinn Ryo Ishikawa. Hann fór til Japan til þess að læra tungumálið, japönsku, og fríska upp á kunnáttu sína í hlut Japana í seinni heimstyrjöldinni. Hann var reglulega spenntur fyrir því að fá að heimsækja Pearl Harbor (á Hawaii) þegar hann var í smá fríi frá kaddýstörfunum fyrir Ryo Ishikawa á Hawaii í Sony Open. Síðustu tveir áratugir hafa farið allt öðruvísi en hann gat órað fyrir. „Ég hef verið mjög heppinn,“ sagði Clarke. Hinn 44 ára Ástrali er pennafær rithöfundur. Hann hefir t.a.m skrifað 10.000 orða ritgerð um af hverju Japanir sprengdu Pearl Harbor, en Clarke er frægari á Japan Golf Tour fyrir að útbúa fjarlægðarbækurnar Lesa meira
Tiger í ráshóp með Gallacher og Couples í Champions Challenge – Rástímar
Stephen Gallacher, sem á titil að verja í Omega Dubai Desert Classic, Fred Couples sigurvegari í mótinu 1995 og Tiger Woods drógust saman í ráshóp þ.e. þann síðasta á Champions Challenge sem fram fer í Emirates golfklúbbnum þriðjudaginn 28. janúar n.k. Þetta er 18 holu höggleikskeppni og keppt er um US$600,000 í tilefni af 25 ára afmæli elsta móts Evrópumótaraðarinnar utan Evrópu. Eini fyrrum sigurvegari mótsins sem ekki keppir í því er Seve Ballesteros, sem lést af völdum krabbameins langt um aldur fram í maí 2011. Sonur hans Javier, sem keppir á Áskorendamótaröð Evrópu mun þó vera á staðnum og keppa í stað föður síns og er í ráshóp með Lesa meira
GR: Púttmótaröð barna og unglinga hefst sunnudaginn 19. janúar n.k.
Púttmótaröð barna og unglinga hefst sunnudaginn 19 .janúar 2014. Mótið er opið öllum sem æfa golf hjá GR og er aldursskiptingin miðuð við 12 ára og yngri, 12 – 16 ára og 16 ára og eldri. Mótið samanstendur af 8 skiptum þar sem spilaðir eru tveir 18 holu hringir þar sem betri hringurinn telur. Fjórir bestu hringirnir telja til Púttmeistara GR í hverjum aldursflokki fyrir sig. Því fleiri hringir sem spilaðir eru því meiri möguleiki á að bæta skorið sitt. Húsið er opið á sunnudögum frá kl 11 – 13. Mótsgjald er kr 2000 fyrir öll skiptin. Púttmeistari GR í barna og unglingaflokkum verður krýndur í veglegu hófi um miðjan Lesa meira
Hvernig Howard Stern hjálpaði Keegan Bradley – Myndskeið
Sjónvarps- og útvarpsstjórnandinn Howard Stern, sem alla tíð hefir verið hvorutveggja í senn, vinsæll og umdeildur, varð 60 ára í gær. Howard Stern spilar golf, en það má m.a. sjá hér þar sem hann slær 300 yarda dræv…. að eiginn sögn – en því miður var höggið tekið upp á vídeó og því komst hann ekki alveg upp með þessa hagræðingu sannleikans SMELLIÐ HÉR: Einn er sá sem alla tíð hefir verið jákvæður í garð Howard Stern (margir þola hann ekki) en það er Keegan Bradley. Í viðtali hjá Feherty á Golf Channel sagði Keegan þannig frá því hversu erfitt hefði verið að þvælast um í Ford Focus druslunni sinni Lesa meira
PGA: Jimmy Walker sigraði á Hawaii!
Það var bandaríski kylfingurinn Jimmy Walker, sem stóð uppi sem sigurvegari á Sony Open í gær, 12. janúar 2014. Sjá má kynningu Golf 1 á Jimmy Walker með því að SMELLA HÉR: Walker lék á samtals 17 undir pari, 263 höggum (66 67 67 63) og átti frábæran lokahring, var á besta skori dagsins, 63 höggum á Waialea golfvellinum! Á lokahringnum einfaldlega missti Walker hvergi högg og skilaði inn „hreinu“ skorkorti með 7 fuglum og 11 pörum. Sá sem leiddi fyrir lokahringinn, Bandaríkjamaðurinn Chris Kirk, varð að sætta sig við 2. sætið þrátt fyrir frábæran lokahring sinn upp á 66 högg, sem oft áður hefði eflaust dugað til sigurs, en Lesa meira










