Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 12. 2014 | 18:00

Hver er kylfingurinn: Keegan Bradley?

Hér verða  rifjaðar upp tvær greinar sem hafa áður birtst á Golf1.is 7. og 8. ágúst 2012 og eru um bandaríska kylfinginn Keegan Bradley.  Þær birtast hér nokkuð breyttar og uppfærðar og eru reyndar slegnar saman hér í 1 grein.  Tilefni skrifanna um Bradley 2012 var að hann var nýliði í bandaríska Ryder Cup liðinu í Medinah það ár,  auk þess sem hann sigraði í  Bridgestone Invitational heimsmótinu í Akron, Ohio í ágúst það ár (2012).

Sem stendur er Keegan Bradley í 22. sæti heimslistans. En hver er þessi kylfingur, Keegan Bradley?

Keegan Bradley

Keegan Bradley

Keegan Bradely fæddist 7. júní 1986 og því 27 ára. Hann spilar á PGA mótaröðinni og hefir nú þegar sigrað á 3 mótum, það stærsta er PGA Championship 2011. PGA Championship er s.s. flestir kylfingar vita, fjórða og síðasta risamótið ár hvert á mótaskránni.  Keegan Bradley er einn af aðeins 3 kylfingum (auk Ben Curtis og Francis Ouimet) til þess að vinna titilinn í fyrsta sinn, sem hann spilaði á risamóti og það var til þess að hann var valinn nýliði ársins á PGA Tour 2011.

Æska og háskólaferill

Bradley er eldra barn Mark Bradley, yfirgolfkennara the Jackson Hole Golf and Tennis Club, sem er rétt fyrir utan Jackson, Wyoming. Hann ólst upp sem skíðakappi í Woodstock, Vermont, Bradley ákvað þegar sem unglingur að taka golfið fram yfir skíðaíþróttina. Hann bjó í Portsmouth, New Hampshire árið 2001 og 2002 þegar pabbi hans var aðstoðargolfkennari í Portsmouth Country Club. Hann fluttist síðan til  Hopkinton, Massachusetts rétt fyrir lokaár sitt í Hopkinton High School, þar sem hann sigraði á the Massachusetts Interscholastic Athletic Association (MIAA) Division 2 individual state championship á árinu 2004. Þjálfari Hopkinton, Dick Bliss, rifjaði síðar upp að Bradley hafi hlotið 3. mestu athyglina af leikmönnum sínum þetta keppnistímabil eða eins og hann sagði „að ekki margir háskólaveiðmenn veittu honum athygli.“Bradley fór í St. John’s University og vann á 9 mótum áður en hann útskrifaðist  árið 2008.

Keegan Bradley

Keegan Bradley

Atvinnumennskan

Fyrstu árin 2008-2010:
Bradley gerðist atvinnumaður árið 2008 og byrjaði að spila á NGA Hooters Tour, þar sem hann vann í Southern Dunes  í 5. og lokaskiptið sem hann tók þátt í móti það ár. Bradley vann í annað sinn á Hooters Tour árið  2009 á Texas Honing Open. Hann náði niðurskurði 22 skipti af 26 á því tímabili og vann sér inn $84,000.Hann spilaði líka á tveimur mótum á Nationwide Tour (nú Web.com Tour) og náði niðurskurði í þeim báðum.  Bradley reyndi að komast á PGA Tour 2010 í gegnum Q-school en það munaði 2 höggum.  Árið 2010 spilaði Bradley á Nationwide Tour, þar sem hann var fjórum sinnum meðal efstu 5 og varð þar með í 14. sæti á peningalista Nationwide og vann sér þar með inn kortið sitt á PGA mótaröðina 2011.

Árið 2011

Keegan Bradley komst í gegnum niðurskurð á fyrsta móti sínu á  PGA Tour þ.e. Sony Open á Hawaii 2011 og var T-7 í vikunni þar á eftir á Bob Hope Classic. Hann varð í 2. sinn meðan efstu 10 á Valero Texas Open og í apríl vann Bradley fyrsta PGA Tour mótið sitt árið 2011 þ.e. HP Byron Nelson Championship. Hann vann Ryan Palmer á fyrstu holu í bráðabana. Með sigrinum hlaut hann þátttökurétt á WGC-Bridgestone Invitational 2011,  þar sem hann var í forystu eftir 36-holur en hann lauk mótinu T-15.

Keegan Bradley

Vikuna eftir WGC-Bridgestone Invitational spilaði Bradley í fyrsta risamóti sínu, PGA Championship. Á 2. hring fékk Bradley 64 högg og var í forystu eftir 36 holur; eftir 3. hring var hann 1 höggi á eftir forystunni. Á lokahringnum fékk hann skramba á 15, braut en náði sér á strik með fuglum á 16. og 17. holu og það ásamt 3 skollum Jason Dufner varð til þess að Dufner og Bradley voru jafnir eftir 72 holur.

Keegan Bradley sigraði 3 holu umspil með fugli og 2 pörum meðan Dufner fékk par-skolla-fugl og tapaði með 1 höggi. Keegan Bradley varð sá 3. í sögunni á eftir  Francis Ouimet (1913) og Ben Curtis (2003) til að sigra risamót í fyrstu tilraun og hann var fyrsti kylfingurinn til að sigra í risamóti með löngum pútter.  Hann varð sá sjöundi í röð, sem vann risamót í fyrsta sinn og varð fyrsti Bandaríkjamaðurinn til að sigra á risamóti síðan Phil Mickelson vann á Masters 2010. Með sigrinum fór Keegan Bradley úr 108. sæti á heimslistanum í 29. sætið. Í desember 2011 var hann valinn nýliði ársins 2011, á PGA Tour.

Keegan Bradley sigurvegari PGA Championship

Keegan Bradley sigurvegari PGA Championship

Sigurinn á Bridgestone 2012: 

Á Northern Trust Open mótinu, 2012, voru Keegan Bradley og Phil Mickelson báðir með löng fuglapútt á 72. holu og komust í 3 manna umspil ásamt Bill Haas, sem setti niður 45-feta fuglapútt á 2. holu umspils og vann mótið. Nokkrum sinnum á lokahringnum sást til Keegan þar sem hann spýtti á völlinn áður en hann sló.   Hann baðst síðar afsökunar og sagði að þetta hefðu verið stress viðbrögð. Bradley var með 2 högga forystu á lokahring  WGC-Cadillac Championship 2012, en tapaði 4 höggum á fjórum lokaholunum þ.á.m. fékk hann skramba á 18. braut og lauk mótinu jafn öðrum í 8. sæti. Hann hóf keppnistímabilið með 9 topp-25 áröngrum í röð, en náði síðan aðeins 1 slíkum árangri í næstu 10 mótum sem hann tók þátt í. Keegan Bradley spilaði í Evrópu í fyrsta sinn á  The Irish Open á Royal Portrush og komst ekki í gegnum niðurskurð.

Keegan Bradley vann þriðja mót sitt á PGA Tour s.l. helgi á WGC-Bridgestone Invitational. Fyrir lokahringinn var hann 4 höggum á eftir Jim Furyk. Munurinn var kominn niður í 1 högg þegar eftir var að spila lokaholuna. Bradley tókst að setja niður 15 feta par-pútt meðan Furyk fékk skramba. Keegan Bradley er 11. kylfingurinn til þess að sigra á risamóti og í heimsmóti (ens.: World Golf Championship).

F.v.: Keegan Bradley, Dustin Johnson og Brandt Snedeker að „dufnerast"

F.v.: Keegan Bradley, Dustin Johnson og Brandt Snedeker að „dufnerast“

Árið 2013 

Árið 2013 var Keegan Bradley ekkert sérstakt. Hann var oft ofarlega í mótum en tókst aldrei almennilega að klára. Hann fór úr 15. sætinu á heimslistanum niður í það 22. það árið.  Stundum komst hann jafnvel ekki í gegnum niðurskurð eins og á The Players.

Bradley var legið á hálsi að vera svindlari vegna notkunar hans á löngum pútterum (Sjá m.a. grein Golf 1 um það með því að SMELLA HÉR: )  Hann er mjög heitur yfir banni á löngum pútterum og hefir m.a. hótað að hann ætli sér í málsókn verði löngu pútterarnir bannaðir.

Jason Dufner og Keegan Bradley eru vinir eftir einvígið 2011 á PGA Championship, en þeir gera samt oft góðlátlegt grín hvor af öðrum og þar var 2013 engin undantekning. M.a. var Bradley einn af þeim sem var duglegur að „dufnerast“ sem var nokkuð í tísku 2013.

Um haustið 2013 var Bradley m.a. í sigurliði Bandaríkjanna í Forsetabikarnum.

Pat Bradley. Maðurinn til hægri í röndótta bolnum er bróðir hennar og faðir Keegan Bradley - en hann var oft kylfuberi Pat og starfar í dag sem golfkennari

Pat Bradley. Maðurinn til hægri í röndótta bolnum er bróðir hennar og faðir Keegan Bradley – en hann var oft kylfuberi Pat og starfar enn í dag sem golfkennari

Einkalíf: 
Frænka Keegan Bradley er fyrrum kylfingur á LPGA;  frægðarhallarkylfingurinn Pat Bradley. Sem barn fór hann á nokkur mót  Pat og hann hefir sagt að hún hafi alla tíð verið honum mikil hvatning. Keegan Bradley er mikill aðdáandi  Boston Red Sox baseball, Boston Celtics basketball, New England Patriots football og hefir sagt að draumahollið hans séu pabbi hansBen Hogan og Tom Brady.  Keegan Bradley lítur á spilafélaga sinn á fjölmörgum æfingahringjum, Phil Mickelson, sem læriföður sinn og telur Mickelson eiga stóran þátt í að hann hafi sigrað á PGA Championship, árið 2011.