Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 12. 2014 | 03:00

PGA: Chris Kirk leiðir fyrir lokahring Sony Open

Það er bandaríski kylfingurinn Chris Kirk sem leiðir fyrir lokahring Sony Open, sem fram fer á Waialea CC í Honolulu á Hawaii.

Kirk er samtals búinn að spila á 12 undir pari, 198 höggum (64 69 65).

Öðru sætinu deila þeir Harris English og Will Wilcox aðeins 1 höggi á eftir Kirk.

Þrátt fyrir þrálát meiðsl í olnboga hangir John Daly inni í Sony Open mótinu og átti glæsilegan 3. hring upp á 64 högg! þar sem hann fékk 7 fugla og 1 skolla. Hvorki meiri né minni en 9 högga sveifla var milli hringja hjá honum, en hann spilaði meiddur í gær upp á 73 högg. Hann er eftir 64 högga glæsihringinn búinn að vinna sig upp í 18. sætið og vonandi að hann haldi út 4. og síðasta hringinn og nái að spila sitt besta golf!

Nr. 2 á heimslistanum, Adam Scott, sem leikur án kylfusveins síns Steve Williams er dottinn niður í 27. sætið, sem hann deilir ásamt 12 öðrum kylfingum.  Hann er samtals búinn að spila á 6 undir pari og er því 6 höggum á eftir forystumanni mótsins, Chris Kirk.

Til þess að sjá stöðuna eftir 3. dag Sony Open SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta 3. dags á Sony Open SMELLIÐ HÉR: