Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 12. 2014 | 20:00

Viðtalið: Birgir Björn Magnússon, GK

Viðtalið í kvöld er við einn alefnilegasta kylfing Íslandinga, 16 ára klúbbmeistara Golfklúbbsins Keilis 2013, sem á  ferli sínum í golfi hefir unnið mörg afrek á golfsviðinu.  Þannig hefir Birgir Björn bæði orðið. Íslandsmeistari í höggleik og holukeppni í sínum aldursflokkum og eins Íslandsmeistari með sveitum GK í sveitakeppni GSÍ. Nú síðast hlaut Birgir Björn háttvísibikar GSÍ, sem var afhentur á aðalfundi GK, 9. desember 2013 og er þá fátt eitt talið.

Birgir Björn Magnússon, GK. hlaut háttvísibikar GSÍ 2013. Mynd: GK

Birgir Björn Magnússon, GK. hlaut háttvísibikar GSÍ 2013. Mynd: GK

Hér fer viðtalið:

Fullt nafn:  Birgir Björn Magnússon.

Klúbbur:   GK.

Hvenær og hvar fæddistu?   12. maí 1997,  í Reykjavík.

Hvar ertu alinn upp?   Í Hafnarfirði – ég hef alltaf búið í Hafnarfirði.

Í hvaða starfi/námi ertu? Ég er í  Flensborgarskóla á 2. önn – á málabraut og íþróttaafrekssviði í golfi.

Hverjar eru fjölskylduaðstæður og spilar einhver í fjölskyldunni golf?    Ég á mömmu, pabba, bróður og hálfbróður sem býr í Svíþjóð.   Pabbi er golfkennari og mamma er með golfnetverslunina Hissa.is. Foreldrar mínir spila báðir golf, Pétur, bróðir minn spilar af og til en Sindri er eiginlega ekkert í golfi.

Hvenær byrjaðir þú í golfi?  Ég hef náttúrlega alltaf verið í golfi að þvælast í kringum golfvöllinn. Þegar ég var 10 ára fannst mér gaman að Tiger Woods 07 tölvuleik í Playstation  og þá byrjaði ég að mæta á æfingar hjá Golfklúbbnum Oddi – fékk delluna og hef verið á fullu síðan.

Hvað varð til þess að þú byrjaðir í golfi?    Stóri bróðir minn fór með pabba í sveitakeppni og var aðstoðarliðsstjóri. Svo þegar hann kom tilbaka var hann með golfæði og það smitaði mig svolítíð.

Hvort líkar þér betur við skógar- eða strandvelli?   Strandvelli  – út af því að ég kann vel við harðar og hraðar flatir og vind og líka út af því að ég er alinn upp á Hvaleyrinni – þótt það sé ekkert ýktur strandvöllur.

Hvort líkar þér betur holukeppni eða höggleikur?   Mér finnst skemmtilegra að spila holukeppni . Það er öðruvísi – þar næ ég að spila sem best og hugsa bara um að koma þessu höggi sem næst-  sama hvar það er.

Hver er uppáhaldsgolfvöllur/vellir á Íslandi?    Hvaleyrin og Urriðavöllur.

Sólarlag á Hvaleyrinni, uppáhaldsgolfvelli Birgis Björns og einum af 100 bestu golfvöllum Evrópu. Mynd: Golf1

Sólarlag á Hvaleyrinni, uppáhaldsgolfvelli Birgis Björns og einum af 100 bestu golfvöllum Evrópu. Mynd: Golf1

Hefir þú spilað alla velli á Íslandi?  Nei, ætli ég hafi ekki spilað svona  20-25 velli (af 65).

Hver er uppáhaldsgolfvöllur/vellir hvar sem er í heiminum?   Það er Montecastillo, hann er mjög ofarlega og síðan El Saler.

Montecastillo golfvöllurinn nálægt Jerez er einn uppáhaldsgolfvalla Birgis Björns erlendis

Montecastillo golfvöllurinn nálægt Jerez í Andaluciu á Spáni er einn uppáhaldsgolfvalla Birgis Björns erlendis

Hver er sérstæðasti golfvöllur sem þú hefir spilað á og af hverju?  Vierumäki Classic í Finnlandi- Það var fyrsti almennilegi skógarvöllur sem ég hef komið á  og það var mjög skrítið að spila hann. Þetta var allt annað en ég er vanur.

Vierumäki Classic golfvöllurinn í Finnlandi er sérstakasti golfvöllur sem Birgir Björn hefir spilað

Vierumäki Classic golfvöllurinn í Finnlandi er ekta skógarvöllur og er sérstakasti golfvöllur sem Birgir Björn hefir spilað

Hvað ertu með í forgjöf?  1,2.

Hvert er lægsta skorið þitt í golfi og hvar/á hvaða velli náðir þú því?    Það er 64 högg á Grafarholtsvelli af rauðum teigum í Íslandsmótinu í höggleik 2011, en af öftustu eru það 70 högg á Hvaleyrarvelli.

Hvert er helsta afrekið þitt til dagsins í dag í golfinu?   Að verða klúbbmeistari Keilis 2013.

Einn yngsti klúbbmeistari Keils, Birgir Björn Magnússon, 16 ára, 2013

Einn yngsti klúbbmeistari Keilis, Birgir Björn Magnússon, 16 ára, 2013

Hefir þú farið holu í höggi?   Já, tvisvar – (Innskot: Í fyrra skipti fór Birgir Björn holu í höggi 12 ára, á 6. holu Hvaleyrarvallar, þann 2. júní 2009 og seinna skiptið 17. maí 2012 fór Birgir Björn holu í höggi á 8. holu  Garðavallar á Akranesi. Sjá frétt Golf 1 þar um með því að SMELLA HÉR: )

Birgir Björn Magnússon, GK við 8. holu á Garðavelli. Mynd: Magnús Birgisson

Birgir Björn Magnússon, GK við 8. holu á Garðavelli. Mynd: Magnús Birgisson

Spilar þú vetrargolf?  Ég spila ekki úti, mér finnst leiðinlegt að spila í köldu og vondu veðri, en ég er  duglegur að pútta og chippa inni en fer aðeins stundum út.

Hvaða nesti ertu með í pokanum?     Það er yfirleitt samloka með einhverjum afgöngum úr ísskápnum.

Tekur þú þátt í öðrum íþróttum?    Já, ég spila körfubolta með Haukum .

Hver er uppáhaldsmaturinn þinn; uppáhaldsdrykkur, uppáhaldstónlist, uppáhaldskvikmynd og uppáhaldsbók?    Uppáhaldsmaturinn minn er: humar  uppáhaldsdrykkurinn er: Malt og appelsín; uppáhaldstónlistin er: melódískt rokk – get hlustað á nánast allt; uppáhaldskvikmynd:  The Prestige;  Uppáhaldsbók:  Pet Cemetery eftir Steven King

Hver er uppáhaldskylfingurinn þinn nefndu 1 kvenkylfing og 1 karlkylfing?    Kvk:  Inbee Park  Kk:  Keegan Bradley.

Hvert er draumahollið?   Ég og….Keegan Bradley, Tiger Woods og  Greg Norman.

Hvað er í pokanum hjá þér og hver er uppáhaldskylfan þín?  Ég er með Clevland Classic dræver – nýrri týpuna – Adams Golf Super line 3-tré 14,5°; 3-PW Miura Professional Blade, Cleveland 51°, 55° og 60° wedga og svo er ég með See More Orginal Gun Metal pútter.  Uppáhaldskylfan er pútterinn. Ég er byrjaður að pútta svo vel – það var alltaf kylfan sem sveik mig, en svo breyttist það.

Hefir þú verið hjá golfkennara?  Já hjá pabba og síðan hef ég verið hjá Bjögga og Auðunni Einars;  Bjögga og Siggapalla, Siggapalla og Jóa og núna hjá Bjögga.

Birgir Björn Magnússon, GK,  Íslandsmeistari í höggleik 2011 í strákaflokki og í holukeppni í drengjaflokki 2012. Mynd: Golf 1

Birgir Björn Magnússon, GK, Íslandsmeistari í höggleik 2011 í strákaflokki og í holukeppni í drengjaflokki 2012. Mynd: Golf 1

Ertu hjátrúarfullur?     Þegar mér gengur illa þá er ég mjög hjátrúarfullur – þá fer ég að trúa á allskonar hluti.

Hvert er meginmarkmið í golfinu og í lífinu?   Í golfinu er það að spila á atvinnumótaröð í  Evrópu eða PGA og í lifínu: að hafa það sem skemmtilegast til lengri tíma.

Hvað finnst þér best við golfið?  Það er allt gott við það.  Mér finnst bara gaman í golfi.

Hversu há prósenta af golfinu hjá þér er andleg (í keppnum)?    50%

Ertu með gott ráð sem þú getur gefið kylfingum?    Já, að æfa.

Svona að lokum skulum við líta aðeins yfir liðið sumar:

Hvað er eftirminnilegast af golfvellinum hjá þér á s.l. ári  (2013)?:   Það var einvígið við Birgi Leif. Það var mesta upplifunin; það var kannski ekki besta spilamennskan eða árangurinn – en það er næst því sem ég hef komið atvinnumannstilfinningunni – drauminum.

Hver fannst þér standa sig best á Eimskipsmótaröðinni? Rúnar Arnórsson, GK, varð náttúrulega stigameistari ætli hann hafi ekki staðið sig best.

Hver fannst þér standa sig best á Íslandsbankamótaröðinni? Aron Snær Júlíusson, GKG.

Hver eru markmiðin hjá þér fyrir næsta sumar? Ég ætla að reyna að vinna meira en á síðasta ári – ég hef oft og eiginlega alltaf verið í topp-3,  en þarf að leggja meiri áherslu á að vinna.