Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 12. 2014 | 07:00

Glæsihögg Schwartzel af golfstíg – Myndskeið

Mastersmeistarinn 2011, Charl Schwartzel, átti algjörlega ótrúlegt högg á 3. hring Volvo Golf Champions í gær af steyptum golfstíg Durban CC, í Suður-Afríku.

Ekki aðeins að hann þyrfti að slá af stígnum – heldur einnig yfir há tré til þess að eiga möguleika að komast á flöt.

Schwartzel sló af stígnum, yfir trén og boltinn lenti aðeins nokkra sentimetra frá holu.  Ótrúlega flott blindandi högg Schwartzel og ekki nema á færi heimamanna, sem þekkja Durban völlinn út og inn að slá slík högg.

Skor Schwartzel eftir 3. dag Volvo Golf Champions var samtals 5 undir pari, 211 högg (74 69 68) og hann er T-8 fyrir lokahringinn, sem leikinn verður í dag.

Til þess að sjá gott högg Schwartzel SMELLIÐ HÉR: