Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 12. 2014 | 15:00

Tway golf-feðgarnir

Kevin Tway man eftir því sem strákur að gægjast í búningsskápa PGA Tour leikmannanna og snuðra í kringum vagna golfútbúnaðarfyrirtækjanna, sem fylgja PGA stjörnunum og reyna að tala fólkið þar til, til þess að gefa sér nýtt golfsett.

Nú er Kevin með sinn eiginn búningsskáp og er borgað fyrir að leika með ákveðnum kylfum. Hann er sonur fyrrum PGA Championship sigurvegara og spilar nú sjálfur á PGA Tour.

Atvinnumaðurinn Kevin Tway

Atvinnumaðurinn Kevin Tway

Kevin er sonur Bob Tway, sem vann 8 sinnum á PGA Tour, þ.á.m. á PGA risamótinu 1986. Að vera sonur Bob hafði marga kosti.  Sérfræðingar fylgdust með öllum framförum stráksa. Sjálfur fékk hann að kynnast lífinu á túrnum áður en hann byrjaði í menntaskóla og ólst í raun upp í kringum margar af þeim golfstjörnum sem nú spila á öldungamótaröð PGA og nokkrum þeirra sem hann jafnvel keppir á móti í dag. En eftirnafn Kevin gerir það líka að verkum að miklar væntingar eru gerðar til hans.

„Ég hef vanist þeim“ sagði Kevin um sigra föður síns. „Þeir eru mikil hjálp. Hann hefir verið að gera það sem mig langar til að gera í 30 ár. Hann hefir mikla reynslu. Ég lít á það sem jákvæðan þátt. Ég hugsa að því fylgi líka aukin pressa en ég reyni að gera það ekki að byrði.“

Aðspurður um hvað Kevin muni eftir þegar hann ferðaðist á túrnum sem krakki með pabba, þá er áherslan fremur á það sem boðið var upp á í dagheimilum túrsins en nokkurt högg sem pabbinn sló.  Á Players Championship, sem fór fram þegar Kevin var í vorfríi í skólanum (ens. spring break) þá fengu hann og systir hans, Carly að búa í húsi á ströndinni í Flórída þar sem þau systkinin leituðu að hákarlatönnum.

Kevin fannst hann aldrei vera í skugga hins fræga PGA Tour föður síns - honum þykir bara vænt um hann og allt sem Bob hefir kennt honum!

Kevin fannst hann aldrei vera í skugga hins fræga PGA Tour föður síns – honum þykir bara vænt um hann og allt sem Bob hefir kennt honum!

Gamla Western Open (sem nú er BMW Championship) fór fram í kringum þjóðhátíðardag Bandaríkjamanna, 4. júlí og þá fengu krakkarnir að sjá flugeldasýningu í Chicago og fara í Lincoln Park dýragarðinn í Chicago.Eftir að Kevin byrjaði í skóla ferðaðist hann ekki mikið en var mikið í íþróttum í frítíma sínum. Á tímabili langaði hann til að spila í NBA.

En svo fór að hann valdi golfið og gerðist atvinnumaður í golfi í júní 2011.  Hann vann sér inn fyrsta kortið sitt á PGA Tour með því að verða í 5. sæti á peningalista Web.com árið 2013. Hann vann fyrsta Web.com mótið sitt the Alberstons Boise Open styrkt af Kraft, 28. júlí 2013, með því að sigra gamla brýnið Spencer Levin í bráðabana í Hillcrest Country Club.  Keppnistímabilið 2014 er Tway því á PGA Tour.

Kevin er fæddur 23. júlí 1988 og því 25 ára. Hann er búinn að spila í 4 mótum á  nýliðaári sínu og hefir ekki komist í gegnum niðurskurð 3 sinnum en í einu mótanna  Frys.com Open varð hann í 40. sæti. Nú síðast náði hann ekki í gegnum niðurskurð í fyrradag á Sony Open í Hawaii – Kevin Tway var þar með tvo hringi upp á 73 71 og 6 höggum frá því að ná niðurskurði.

Bob Tway á háskólaárum sínum í Oklahoma State

Bob Tway á háskólaárum sínum í Oklahoma State

Bob Tway spilaði á háskólaárum sínum fyrir Oklahoma State (fyrrum háskóla Eyglóar Myrru „okkar“ Óskarsdóttur og Caroline Hedwall).

Átta föður-sona tvenndir hafa sigrað á PGA Tour; aðeins 3 þessara feðga-tvennda eru þannig að fyrstu sigrar feðranna komu eftir 1950. Þær feðgatvenndirnar eru: Julius og Guy Boros, Al og Brent Geiberger og Jay og Bill Haas. Bill Haas, fimmfaldur sigurvegari á PGA Tour er með flesta sigranna meðal sonanna.  Kevin Stadler, sonur Masters meistarans 1982, Craig Stadler, er líka á túrnum á þessu keppnistímabili. Kevin Stadler er líkt og Kevin Tway á höttunum eftir fyrsta sigri sínum á PGA Tour. Kevin Stadler varð í 33. sæti  í FedExCup síðasta keppnistímabil.

Bob rifjar upp þegar hann fyrst tók eftir golfáhuga Kevin sonar síns.

„Þegar hann var 10 ára vissi ég að hann var með golfbakteríuna, vegna þess að ég varð að fara á golfvölinn og leita að honum til þess að hann kæmi heim í mat.  Það var þá sem maður sjá að áhuginn kom af sjálfu sér.“

Bob notaði gamla kylfuhausa af járnum sínum til þess að búa til kylfingur fyrir soninn, sem miklu léttari og sveigjanlegri sköftum. Kevin man greinilega eftir því þegar hann sá glænýtt sett af Ben Hogan járnum þegar hann kom eitt sinn heim úr skólabílnum.  Nýju kylfurnar hvöttu hann til þess að gera enn betur. „Ég vildi slá betur og bæta sveifluna til þess að ég yrði enn betri,“ sagði Kevin.

Kevin var býsna góður sem áhugamaður. Hann sigraði á  U.S. Junior Amateur á 17 ára afmælisdaginn sinn, 2005, áður en hann varð fjórfaldur All-American í Oklahoma State, sama háskóla og pabbi hans spilaði golf með. Bob var líka All-American í Oklahoma State, á sínum tíma og var hluti af háskólaliðinu sem vann NCAA titlana árin 1978 og 1980.

Kevin Tway sigurvegari á US Junior 2005

Kevin Tway sigurvegari á US Junior 2005

Mike McGraw, þjálfari Kevin í Oklahoma State,sagði frá því að aðrir háskólar hefðu reynt að lokka Kevin til sín, með því að hvetja hann til að stíga úr skugga föður síns.  En Kevin var kúreki (þ.e. Oklahoma Cowboy er nafnið á háskólagolfliði Oklahoma State) frá blautu barnsbeini; mynd af Pistol Pete, (sem er lukkudýr Oklahoma State) var málað á körfuboltavöllinn heima hjá honum í Edmond, Oklahoma, sem er aðeins 1 klst akstur frá háskólanum.

„Kevin leit aldrei nokkurn tímann svo á sig að hann væri í skugga föður síns,“ sagði McGraw, sem er nú aðstoðarþjálfari NCAA meistaranna í Alabama. „Hann sagði: „Hafðu ekki áhyggjur af því þjálfi. Ég elska það sem pabbi afrekaði.“ Hann bara sætti sig við að pabbi hans vissi miklu meira um golfleikinn og sá fram á að hann gæti lært mikið af honum.“

„Hann elskar og virðir pabba sinn meira en hægt er að ímynda sér.“

Þeir feðgar eru báðir yfir 1,90 m á hæð – Kevin er tommu lægri en pabbinn – og báðir eru hlédrægir og rólegir. EJ Phister, sem þjálfar báða Tway-anna sagði að Kevin væri meiri „listamaður“ meðan Bob væri „vélvirkinn, sem þyrfti að vita nákvæmlega hvernig allt virkaði.“

En þeir eiga eitt sameiginlegt. „Þeir eru báðir mjög agaðir í öllu sem þeir gera. Þeir eru með plan,“ sagði Pfister, sem vann NCAA einstaklingskeppnina 1988 meðan hann var enn í Oklahoma State.

Kevin kom til Stillwater og var strax fær um að slá með ógnarlöngu járnunum sem eru nauðsynleg í leik atvinnumanna dagsins í dag. Pútterinn var eina kylfan sem hann varð að vinna í, í háskóla. McGraw, sem bjó nálægt liðshúsi golfliðsins í Karsten Creek man eftir að Tway æfði púttinn eftir myrkur lokaárið sitt í háskólanum og hann notaði bílljósin til þess að lýsa upp púttsvæðið.

Bob Tway var kylfusveinn sonar síns Kevin Tway á Opna bandaríska 2008.

Bob Tway var kylfusveinn sonar síns Kevin Tway á Opna bandaríska 2008.

Kevin hefir s.s. segir aðeins 1 sinni komist í gegnum niðurskurð í alls 11 PGA Tour mótum sem hann hefir tekið þátt í (hann tók þátt í Opna bandaríska 2008 og tók síðan þátt í 6 mótum á PGA Tour árin 2011 og 2012). Pabbi hans hefir engar áhyggjur af því. Kevin hefir venjulega þurft heilt ár til þess að aðlaga sig nýju keppnisstigi. Það átti við bæði í menntaskóla og háskóla, sagði Bob.

Kevin varði öllu 2012, sem var fyrsta árið hans sem atvinnumanns, á minni atvinnumótaröðum eftir að hann komst ekki í gegnum Q-school. Á næsta ári (2013) var hann farinn að sigra á Web.com Tour.  Bob býst við að 2014 verði ár aðlögunnar fyrir Kevin.

„Hann hefir alltaf fengið sjálfstraust með því að spila vel,“ sagði Bob. „Hann hefir alltaf skarað fram úr, en það hefir alltaf verið smá spenningur þegar hann var að byrja á einhverju nýju. Kannski er hann of mikið á verði gagnvart hinu óþekkta. Augljóslega hefir hann mikla hæfileika, hann hefir alist upp í kringum fullt af hörkugóðum kylfingum, en það stjórnar ekki því hvernig þér líður innra með þér.“

Oak Tree CC - heimili Tway fjölskyldunnar

Oak Tree CC – heimili Tway fjölskyldunnar er við golfvöllinn,  í Oklahoma

Tway fjölskyldan býr í  Oak Tree golfklúbbnum í Edmond, Oklahoma, ásamt öðrum leikmönnum, sem eiga hús þar, s.s.  Scott Verplank, Doug Tewell og Willie Wood. Meðal liðsfélaga Kevin Tway í Oklahoma State voru PGA TOUR leikmennirnir Rickie Fowler , Morgan Hoffmann, og Peter Uihlein,sem var sigursæll á Evrópumótaröðinni 2013.  Hoffmann, Uihlein og Tway voru allir first-team All-Americans árið 2011, lokaár sín í Stillwater.

Kevin viðurkennir að hann sé ekki „einn af þessu virkilega sjálfsöruggu“ og sagði að eftir að hann gerðist atvinnumaður hafi honum fyrst staðið ógn af samkeppninni. Hann komst þannig ekki í gegnum niðurskurð í fyrstu 6 mótum sínum á PGA Tour sem atvinnumaður.

Hann man eftir fyrsta skiptinu sem hann vann einn sérstakan atvinnumann. Hann var 17 ára þegar hann vann pabba sinn í fyrsta sinn í Desert Mountain í Arizona um hátíðirnar. „Það var stór dagur,“ rifjar Kevin upp.

En samkeppnin er ekkert hornsteinn sambands þeirra feðga. Kevin hefir aldrei hikað við að fá ráð hjá pabba sínum, meðan að Bob hefir glaðst mjög yfir að geta hjálpað syni sínum, á hverju stigi ferils hans. Þeir verja öllum deginum saman við æfingar þegar báðir eru heima í Edmond.

„Við erum saman í ræktinni á morgnanna, borðum hádegismat og horfum á hvorn annan slá bolta,“ sagði Bob Tway. „Við erum eins og tveir atvinnumenn.“

En þeir eru meira en það: þeir eru feðgar með áhuga á sömu íþróttagrein, íþrótt sem þeir hafa báðir gert að starfi sínu.