Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 12. 2014 | 15:25

Evróputúrinn: Oosthuizen sigraði á Volvo Golf Champions

Það var heimamaðurinn Louis Oosthuizen, sem sigraði á Volvo Golf Champions mótinu í Durban CC í KwaZulu Natal héraði í Suður-Afríku í dag.

Hann var á skori upp á samtals 12 undir pari, 276 höggum (68 69 71 68) og hlaut að launum sigurtékkann upp á € 507,655.

„Þetta var taugatrekkjandi hringur en ég lauk leik sterkt og ég er bara glaður að ég gat það. Þetta er frábær byrjun á árinu. Hvað sjálfstraustið varðar er þetta frábært,“ sagði Oosthuizen eftir að ljóst var að hann hefði sigrað!

Í 2. sæti varð annar heimamaður Branden Grace aðeins 1 höggi á eftir Oosthuizen.  Tvær stjörnur mótsins Englendingurinn Tommy Fleetwood, sem leiddi fyrir lokahringinn og albatrossmaðurinn Joost Luiten frá Hollandi, deildu 3. sætinu á samtals 10 undir pari, 278 höggum.

Til þess að sjá lokastöðuna á Volvo Golf Champions SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta lokahringsins á Volvo Golf Champions SMELLIÐ HÉR: