Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 17. 2014 | 09:00

Paulina Gretzky í nýrri TaylorMade auglýsingu

Paulina Gretzky, kærasta bandaríska kylfingsins DJ (Dustin Johnson)  er með aldeilis hreint fína golfsveiflu  sem hún þakkar DJ fyrir. Þetta barst til eyrna TaylorMade golfvöruframleiðandans, sem DJ er með auglýsingasamning við og nú er verið að taka upp nýja TaylorMade auglýsingu með Gretzky í aðalhlutverki. Það er reyndar enn allt á huldu um alla nánari útfærslu á hlutverki hennar í auglýsingunni.  Kemur hún til með að sýna okkur golfsveiflu sína? Verður DJ með henni í auglýsingunni? Það verður að bíða og sjá en Gretzky sjálf póstaði á Instagram að hún gæti varla beðið eftir að auglýsingin væri fullgerð. Á meðfylgjandi mynd virðist auglýsingin þó eitthvað hafa að gera með leikhraða Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 17. 2014 | 08:00

Golfbílakappakstur Donald, Casey, Garcia og Manassero í Yas Marina

Kylfingarnir Matteo Manassero, Sergio Garcia, Luke Donald og Paul Casey fengu að upplifa einhverja flottustu Formúlu 1 kappakstursbraut í heimi, ekki með því að horfa á hraðskreiðu kappakstursbílana í Abu Dhabi, þar sem þeir eru að keppa á fyrsta móti Miðaustur-sveiflu Evrópumótaraðarinnar, heldur með því að keppa sjálfir innbyrðis í golfbílakappakstri á brautinni. „Þegar golfbílarnir fóru út af sporinu, gat ég ekki annað en hlegið, þar sem við vorum að keppa á kappakstursbraut, þar sem einhverjir hraðskreiðustu bílar heims fljúga um og við vorum á golfbílum sem fóru ekki hraðar en 25 km/klst.“ sagði Manassero. „Þar sem ég hafði komið áður á  Abu Dhabi Grand Prix before, hafði ég hugmynd hvernig Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 17. 2014 | 07:00

GG: Aðalfundur 18. janúar n.k.

Aðalfundur Golfklúbbs Grindavíkur (GG) verður haldinn laugardaginn 18. janúar kl. 13:00 í Golfskálanum. Dagskrá aðalfundarins er svohljóðandi: 1. Kosning fundarstjóra og fundarritara 2. Skýrsla stjórnar 3. Endurskoðaðir reikningar lagðir fram til samþykkis 4. Kosning formanns 5. Kosning stjórnar og varastjórnar 6. Fjárhagsáætlun fyrir árið 2014 lögð fram 7. Ársgjöld 2014 8. Önnur mál Auglýst er eftir góðu fólki í stjórn klúbbsins og í nefndir á vegum hans. Ábendingar og tilkynningar sendist til gggolf@gggolf.is, merkt aðalfundur GG 2013.

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 16. 2014 | 23:45

PGA: Reed efstur e. 1. dag

Í dag hófst Humana Challenge mótið í La Quinta, Kaliforníu. Sá sem leiðir eftir 1. dag er bandaríski kylfingurinn Patrick Reed, sem var á besta skori dagsins, 9 undir pari, 63 höggum. Á hringnum fékk Reed 9 fugla og 9 pör – missti hvergi högg og skilaði því „hreinu skorkorti.“ Í 2. sæti urðu Ryan Palmer, Justin Hicks, Daniel Summerhayes og Charley Hoffman allir á 8 undir pari, 64 höggum. Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag á Humana Challenge SMELLIÐ HÉR:  Til þess að sjá hápunkta eftir 1. dag á Humana Challenge SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 16. 2014 | 22:00

Dagsetningar fyrir risamótin 2014

Hér fyrir neðan eru dagsetningar yfir öll helstu risamót ársins í golfinu 2014: 77. Masters risamótið Fer fram: 10.-13. apríl 2014 Mótsstaður Augusta (Ga.) National Golf Club Par/metralengd vallar: 72 / 6799 metrar Sá sem á titil að verja: Adam Scott (sigurskor 2013: 9 undir pari, samtals 279 högg) Verðlaunafé  (2013): $8 milljónir (þar af $1.44 milljónir til sigurvegarans) • • • 114. Opna bandaríska Fer fram:  12.-15. júní 2014 Mótsstaður: Pinehurst Resort (No. 2), Pinehurst, N.C. Par/metralengd vallar: 70 / 6719 metrar Sá sem á titil að verja: Justin Rose (sigurskor 2013: 1 yfir pari 281 högg) Verðlaunafé (2013): $8 milljónir  ($1.44 milljónir til sigurvegarans) • • • 143. Opna breska Fer fram:  17.-20. júlí 2014 Mótsstaður: Royal Liverpool Golf Club, Hoylake, England Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 16. 2014 | 21:00

Ólafur lauk leik í 13. sæti

Ólafur Björn Loftsson, NK, lauk leik í móti í  West Orange CC, á NGA Pro Golf Tour, í Flórída í dag og varð í 13. sæti! Mótið var 3 hringja mót og fór fram 14.-16. janúar 2014. Ólafur Björn spilaði á samtals 3 undir pari, 210 höggum (68 70 72).  Á lokahringnum lék Ólafur Björn á 1 yfir pari, 72 höggum, var með 4 skolla og 3 fugla. Sigurvegari mótsins varð Christopher Ross frá Kanada en hann var búinn að leiða allt mótið. Sigurskor hans var 13 undir pari (64 66 70) en leikur hans fór versnandi eftir því sem leið á mótið, líkt og hjá Ólafi Birni. Til þess Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 16. 2014 | 20:45

Nær Tiger risamótsmetinu af Nicklaus?

Jack Nicklaus hefir sigrað í 18 risamótum á ferli sínum, meðan Tiger hefir „aðeins“ sigrað í 14 mótum, síðast árið 2008 þ.e. fyrir 6 árum. Stóra spurningin s.l. 6 ár hefir því verið hvort Tiger nái risamótsmetinu af Nicklaus en til þess þarf hann að sigra í 5 risamótum í viðbót. Við lýsingu á fyrsta móti ársins á PGA Tour, Hyundai Tournament of Champions spurði Rich Lerner, á Golf Channel golfskýrandann og tvöfaldan risamótsmeistrann Johnny Miller að því hvort hann teldi að Tiger myndi slá eða jafna risamótsmet Nicklaus. Miller svaraði með stuttu „nei.“  Hann útskýrði afstöðu sína með því að segja að til þess þyrfti Tiger að sýna af Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 16. 2014 | 20:30

Hvítur skalli Stewart Cink

Kylfingar kannast vel við það að þegar þér spila í sól og eru með golfhanska þá er sú hönd sem hanskinn er á föl og náleg miðað við hina höndina, sem er frjáls og hanskalaus í sólinni. Á Sony Open s.l. helgi tók bandaríski kylfingurinn Stewart Cink ofan derið að hring loknum til að taka í hönd keppinautar síns og viti menn næpuhvítur skallinn var í hrópandi andstöðu við brúnan háls og andlit Cink. Stóð skallinn í raun upp úr eins og egg úr eggjabikar, svo mikið var brúnkufarið! Fréttamenn ESPN fannst Cink m.a. geta leikið i hryllingsmynd svo mikil voru viðbrigðin þegar derið fór ofan. Hins vegar gott hjá Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 16. 2014 | 20:00

Kærastan dregur ekki lengur fyrir Garcia

Sergio Garcia var með kærustu sína, Katharinu Boehm á pokanum þegar hann sigraði í Thailand Golf Championship í lok árs 2013. Þau eru enn saman, en Katharina var ekki á pokanum hjá Garcia í dag í Abu Dhabi Golf Championship…. og Garcia gekk ekkert vel…. lék á 4 yfir pari, 76 höggum og deilir 104. sætinu ásamt 9 öðrum kylfingum  eftir 1. dag og þarf heldur betur að taka sig til í andlitinu ætli hanns sér að ná niðurskurði á morgun. Katharina ákvað að hætta leik þegar hæst stæði og að reglulegur kylfuberi Garcia, Neil Wallace, ætti að taka við af henni. Svo gæti þó farið að hún yrði aftur Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 16. 2014 | 16:00

Viðtalið: Úlfar Jónsson, landsliðsþjálfari

Viðtalið í dag er við Úlfar Jónsson, sem ákvað nú á dögunum að halda áfram sem landsliðsþjálfari GSÍ: Fullt nafn:  Úlfar Jónsson. Klúbbur:   GKG. Hvar og hvenær fæddistu?   Í Hafnarfirði, 25. ágúst 1968. Hvar ertu alinn upp?   Í Hafnarfirði. Í hvaða starfi/námi ertu? Ég er íþróttastjóri GKG og landsliðsþjálfari GSÍ. Hverjar eru fjölskylduaðstæður og spilar einhver í fjölskyldunni golf?   Ég er kvæntur og á 3 börn. Konan mín, Helga Sigurgeirsdóttir, spilar golf og eldri sonur minn, Aron, 16 ára, spilar og yngri sonurinn, Hilmar Jón, 10 ára  – hann er mest í taikwando,  en gutlar aðeins í golfi.  Stjúpdóttir mín, Unnar Elsa hefir ekki áhuga á golf, en er meira Lesa meira