Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 16. 2014 | 23:45

PGA: Reed efstur e. 1. dag

Í dag hófst Humana Challenge mótið í La Quinta, Kaliforníu.

Sá sem leiðir eftir 1. dag er bandaríski kylfingurinn Patrick Reed, sem var á besta skori dagsins, 9 undir pari, 63 höggum.

Á hringnum fékk Reed 9 fugla og 9 pör – missti hvergi högg og skilaði því „hreinu skorkorti.“

Í 2. sæti urðu Ryan Palmer, Justin Hicks, Daniel Summerhayes og Charley Hoffman allir á 8 undir pari, 64 höggum.

Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag á Humana Challenge SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta eftir 1. dag á Humana Challenge SMELLIÐ HÉR: