Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 16. 2014 | 21:00

Ólafur lauk leik í 13. sæti

Ólafur Björn Loftsson, NK, lauk leik í móti í  West Orange CC, á NGA Pro Golf Tour, í Flórída í dag og varð í 13. sæti!

Mótið var 3 hringja mót og fór fram 14.-16. janúar 2014.

Ólafur Björn spilaði á samtals 3 undir pari, 210 höggum (68 70 72).  Á lokahringnum lék Ólafur Björn á 1 yfir pari, 72 höggum, var með 4 skolla og 3 fugla.

Sigurvegari mótsins varð Christopher Ross frá Kanada en hann var búinn að leiða allt mótið. Sigurskor hans var 13 undir pari (64 66 70) en leikur hans fór versnandi eftir því sem leið á mótið, líkt og hjá Ólafi Birni.

Til þess að sjá lokastöðuna á West Orange CC SMELLIÐ HÉR: