Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 16. 2014 | 20:30

Hvítur skalli Stewart Cink

Kylfingar kannast vel við það að þegar þér spila í sól og eru með golfhanska þá er sú hönd sem hanskinn er á föl og náleg miðað við hina höndina, sem er frjáls og hanskalaus í sólinni.

Á Sony Open s.l. helgi tók bandaríski kylfingurinn Stewart Cink ofan derið að hring loknum til að taka í hönd keppinautar síns og viti menn næpuhvítur skallinn var í hrópandi andstöðu við brúnan háls og andlit Cink.

Stóð skallinn í raun upp úr eins og egg úr eggjabikar, svo mikið var brúnkufarið!

Fréttamenn ESPN fannst Cink m.a. geta leikið i hryllingsmynd svo mikil voru viðbrigðin þegar derið fór ofan.

Hins vegar gott hjá Cink að verjast sólinni og þar með krabbameini með því að vera með derið.  Spurning samt hvort hann eigi ekki að fá sér góða sólarvörn og spila af og til berhöfðaður?

Sjá má „eggjahausinn“ Cink á Sony Open þegar hann tekur derið ofan og fréttamenn ESPN „kommenta“ á aðgerðina með því að  SMELLA HÉR: