Afmæliskylfingar dagsins: Ásta Birna og Kristján Þór – 16. janúar 2014
Afmæliskylfingar dagsins eru Ásta Birna Magnúsdóttir og Kristján Þór Gunnarsson. Ásta Birna er fædd 16. janúar 1988 og á því 26 ára afmæli í dag – Kristján Þór er fæddur 16. janúar 1958 og er því 56 ára. Ásta Birna býr í Þýskalandi sem stendur og leikur þar með Golf Club Lippstadt, en var þar áður í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði. Kristján Þór er í GKG. Ásta Birna er í sambandi með Markus Kröner en Kristján Þór kvæntur Guðrúnu Huldu Birgisdóttur og eiga þau 4 börn. Komast má á facebook síðu afmæliskylfinganna til þess að óska þeim til hamingju með afmælið hér að neðan: Ásta Birna Magnúsdóttir (26 ára – innilega til hamingju með afmælið!!!) Kristjan Thor Lesa meira
Evróputúrinn: 3 leiða eftir 1. dag í Abu Dhabi
Það eru þrír kylfingar sem leiða á Abu Dhabi HSBC Golf Championship, sem hófst í dag í Abu Dhabi í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Þetta eru Spánverjinn Rafa Cabrera Bello, Frakkinn Romain Wattel og Englendingurinn Matthew Baldvin. Allir spiluðu þeir á 5 undir pari, 67 höggum. Aðeins 1 höggi á eftir eru 7 kylfingar; þ.á.m. Hollendingurinn Joost Luiten. 8 kylfingar deila síðan 11. sætinu á 3 undir pari, 69 höggum en þ.á.m. er m.a. Spánverjinn Pablo Larrazabal. Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag á Abu Dhabi HSBC Golf Championship SMELLIÐ HÉR: Sjá má högg dagsins á 1. degi Abu Dhabi HSBC Golf Championship með því að SMELLA HÉR:
Kylfusveini Steele vísað úr landi
Brendan Steele neyðist til að skipta um kylfusvein með stuttum fyrirvara fyrir Humana Challenge mótið á PGA Tour eftir að kylfusveini hans var meinað um landvist í Bandaríkjunum vegna vandræða með vegabréfsáritun. Komið var að sögn fram við kylfusvein Steele, Sam Pinfold, eins og glæpamann af útlendingaeftirliti Bandaríkjanna og honum var neitað um landvist þegar hann kom úr flugi frá heimalandi sínu Nýja-Sjálandi til Kaliforníu. Pinfold var sendur aftur heim, en Steele er vongóður um að leysist úr hans málum von bráðar, sbr.: „Sam kom aftur á sunnudaginn og lenti á LAX (Los Angeles International airport) en komst ekki í gegnum tollinn.“ „Þeir komu fram við hann eins og glæpamann sneru Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Ellý Erlingsdóttir -15. janúar 2014
Það er Ellý Erlingsdóttir, sem er afmæliskylfingur dagsins. Ellý fæddist 15. janúar 1962. Ellý er í Golfklúbbnum Keili og þar að auki mikill FH-ingur. Hún er fyrrum bæjarfulltrúi í Hafnarfirði. Ellý er gift Emil Lárus Sigurðssyni, lækni og eiga þau 3 börn: Erling Daða, Guðrúnu og Kristján Gauta Emilsbörn. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska Ellý til hamingju með afmælið hér að neðan: Ellý Erlingsdóttir (Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru m.a.: Howard Allen, 15. janúar 1949 (65 ára); Ted N Tryba, 15. janúar 1967 (47 ára); og Will Strickler, 15. janúar 1986 (28 ára)… og…. Y.E. Yang (á kóreönsku: Lesa meira
Ólafur í 16. sæti eftir 2. dag
Ólafur Björn Loftsson, NK, lék 2. hring sinn í West Orange CC í Flórída í dag. Ólafur Björn lék á 1 undir pari, 70 höggum og er í 16. sæti eftir 2. dag, sem hann deilir með 2 öðrum. Á hringnum í dag fékk Ólafur Björn 4 skolla og 3 fugla. Samtals er Ólafur Björn búinn að spila á 4 undir pari, 138 höggum (68 70). Í efsta sæti, líkt og á fyrsta degi, er Kanadamaðurinn Christopher Ross, á samtals 12 undir pari. Til þess að skoða stöðuna í mótinu hjá Ólafi Birni eftir 2. dag SMELLIÐ HÉR:
Evróputúrinn: Töframaður heillar leikmenn
Dustin Johnson setti eftirfarandi myndskeið á facebook síðu sína en hún sýnir töframann leika listir sínar fyrir nokkra leikmenn Evrópumótaraðarinnar. Á einum stað biður töframaðurinn Paul Lawrie m.a. að slá boltann og segist munu grípa hann sem hann gerir …. og virðist meiða sig í hendinni á því …. Ótrúleg brella! Sjá má myndskeiðið með því að SMELLA HÉR:
Stenson valinn íþróttakarl 2013 í Svíþjóð
Sænski nr. 3 á heimslistanum, Henrik Stenson, hefir bætt enn einum heiðurstitilinum í safn sitt, en s.l. mánudag var hann valinn íþróttamaður ársins í Svíþjóð á íþróttahátíð Svía. Stenson var valinn íþróttakarl ársins og eins varð hann fyrsti karlíþróttamaðurinn til þess að hljóta „Radiosportens Jerringpris“ en það eru verðlaun veitt fyrir mesta íþróttaafrek ársins og er það sænskur almenningur sem velur þann íþróttamann í netkosningu. Stenson, sem tekur þátt í móti vikunnar á Evróputúrnum, þ.e. Abu Dhabi HSBC Golf Championship, flaug sérstaklega til Svíþjóðar til þess að vera viðstaddur verðlaunaafhendinguna. Eftir að Stenson tók við verðlaununum sagði hann m.a.: „Það var mikill heiður að vera tilnefndur en að fara héðan Lesa meira
GOS: Bjarki Þór ráðinn vallarstjóri
Golfklúbbur Selfoss hefur ráðið Bjarka Þór Guðmundsson sem vallarstjóri GOS í heilsárstöðu. Bjarki mun hefja störf 17.febrúar. Bjarki hefur unnið síðustu tvö sumur á Svarfhólsvelli en hann hefur mest séð um slátt ofl. á íþrottavöllum Árborgar en GOS sér um allan slátt og viðhald á völlum Árborgar. Áður vann Bjarki í nokkur ár á Kiðjabergsvelli. Bjarki er ráðinn sem vallarstjóri og hefur hann yfir umsjón með allri umhirðu og slætti Svarfhólsvallar og íþróttavalla Árborgar í samráði við framkvæmdastjóra. Stjórn GOS er gríðalega ánægð með að ná samningum við þennan góða og duglega dreng sem mun eflaust standa sig með prýði. Bjarki hefur reyndar verið síðustu daga að brjóta klaka á Lesa meira
Hjón fá ás á sama hring
„Líkurnar eru víst 17 milljónir á móti 1 að svona nokkuð gerist ,“sagði Sandy Wechsler eftir að hún fékk ás á Desert Trails golfvellinum í Sun City, Arizona, sem er par-61 golfvöllur (Sjá með því að SMELLA HÉR: ) Það sem Sandy átti við var að hún og eiginmaður hennar Ted fóru bæði holu í höggi á sama hringnum 15. desember s.l. „Ég samgladdist honum að nokkru, en ég var líka reið að þetta var ekki ég,“ sagði Sandy Wechsler við KTVK, sem er lítil sjónvarpsstöð í Phoenix, Arizona. „Ég var afbrýðissöm…. mig langaði líka í ás.“ Og þannig var það að Ted fékk ás eftir að slá með 6-járninu sínu Lesa meira
Þjófur stöðvaður með golfkúlu – Myndskeið
Það eru fleiri sem mættu gera jafnskemmtilegar auglýsingar og Nescafé. Í nýjustu Nescafé auglýsingunni mætti ætla að jafnframt sé verið að auglýsa frumlegar aðferðir í glæpavörnum. Í meðfylgjandi myndskeið sést maður þrífa handtösku af konu sem er á göngu á golfbílastíg á golfvelli. Maður sem er á teig gerir sér lítið fyrir og slær þjófinn niður með því að dúndra golfkúlu í hann – góð æfing að hitta á skotmark á hreyfingu! …. en reyndar til lítillar eftirbreytni nema kannski í þessu tilviki. Það á í raun í engum tilvikum að slá golfboltum í aðra sem eru á vellinum. En eftir allt er þetta bara auglýsing, sem gaman er að Lesa meira










