Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 17. 2014 | 08:00

Golfbílakappakstur Donald, Casey, Garcia og Manassero í Yas Marina

Kylfingarnir Matteo Manassero, Sergio Garcia, Luke Donald og Paul Casey fengu að upplifa einhverja flottustu Formúlu 1 kappakstursbraut í heimi, ekki með því að horfa á hraðskreiðu kappakstursbílana í Abu Dhabi, þar sem þeir eru að keppa á fyrsta móti Miðaustur-sveiflu Evrópumótaraðarinnar, heldur með því að keppa sjálfir innbyrðis í golfbílakappakstri á brautinni.

„Þegar golfbílarnir fóru út af sporinu, gat ég ekki annað en hlegið, þar sem við vorum að keppa á kappakstursbraut, þar sem einhverjir hraðskreiðustu bílar heims fljúga um og við vorum á golfbílum sem fóru ekki hraðar en 25 km/klst.“ sagði Manassero. „Þar sem ég hafði komið áður á  Abu Dhabi Grand Prix before, hafði ég hugmynd hvernig kappakstursbrautin liti út – en þetta er svolítið öðruvísi þegar maður er sjálfur á brautinni.“

Það var Luke Donald, sem var sigurvegarinn í golfbílakappakstri golfkappanna.

Þegar sigurinn var í höfn sagði Donald: „Ég er stoltur, auðmjúkur og spenntur. Þvílík keppni, þvílíkur dagur!  Ég held að ég hafi haft yfirhöndina þyngdarlega séð – hinir gæjarnir borða of mikið!“

„Vonandi er þetta byrjunin á mörgum góðum hlutum!“  Hér má sjá myndskeið af golfbílakappakstri fjórmenninganna SMELLIÐ HÉR: