Nýja kærustuparið í golfinu: Sergio Garcia og Katharina Boehm – í forgrunni t.h. sá sem varð í 2. sæti Henrik Stenson
Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 16. 2014 | 20:00

Kærastan dregur ekki lengur fyrir Garcia

Sergio Garcia var með kærustu sína, Katharinu Boehm á pokanum þegar hann sigraði í Thailand Golf Championship í lok árs 2013.

Þau eru enn saman, en Katharina var ekki á pokanum hjá Garcia í dag í Abu Dhabi Golf Championship…. og Garcia gekk ekkert vel…. lék á 4 yfir pari, 76 höggum og deilir 104. sætinu ásamt 9 öðrum kylfingum  eftir 1. dag og þarf heldur betur að taka sig til í andlitinu ætli hanns sér að ná niðurskurði á morgun.

Katharina ákvað að hætta leik þegar hæst stæði og að reglulegur kylfuberi Garcia, Neil Wallace, ætti að taka við af henni.

Svo gæti þó farið að hún yrði aftur á pokanum því Garcia er þekktur fyrir að láta skap sitt bitna á kylfusveinum sínum og honum helst afar illa á þeim,  – á s.l. ári er hann búinn að vera með 7 mismunandi kylfusviena.

Fyrir Abu Dhabi mótið var Garcia að grínast á Sky Sports: „Ég vildi halda henni sem kylfubera, en hún sagði mér upp.  Þetta var bara nokkuð sem henni hefir langað til að gera síðan við byrjuðum saman og mér fannst að það væri góður tíma í lok árs og þá yrði allt svolítið afslappaðra. Þetta kom bara ansi vel út, en ég held að við séum hætt samtarfi (sem kylfingur og kylfuberi).  Hún er á toppnum vinningslega séð núna.“

Kannski Sergio endurskoði þessa afstöðu sína eftir daginn í dag …. spurningin bara hvort hann fái Katharinu aftur á pokann fyrst „hún sagði honum upp“ að hans sögn!