Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 18. 2014 | 10:00

PGA: Reed leiðir e. 2. dag

Bandaríski kylfingurinn Patrick Reed heldur forystu sinni á Humana Challenge mótinu, átti lægsta skor 2. dags 63 högg (ásamt Brendon Todd, sem er í 2. sæti), en hann spilaði La Quinta völlinn.

Þannig sagði Reed eftir 2. hring að hann hefði átt í vandræðum með drævin á 1. hring en hafi fyllst sjálfstrausti í La Quinta Country Club.

„Þegar maður fer yfir á La Quinta, eru brautirnar miklu þrengri en þær eru hér þannig að maður verður að einbeita sér að smáum skotmörkum. Ég byrjaði vel þannig að sjálfstraustið óx strax eftir fyrstu 2 holurnar.“

Samtals hefir Reed leikið á 18 undir pari, 126 höggum (63 63) og hefir 2 högga forystu á þann sem er í 2. sæti Brendon Todd, sem leikið hefir á samtals 16 undir pari, 128 höggum (65 63).

Í þriðja sæti er Ryan Palmer á samtals 15 undir pari og í 4. sæti er Charley Hoffmann á samtals 14 undir pari.

Til þess að sjá stöðuna þegar Humana Challenge er hálfnað SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta 2. dags á Humana Challenge SMELLIÐ HÉR: