Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 17. 2014 | 21:00

Evróputúrinn: Rafa og Lee efstir eftir 2. dag í Abu Dhabi – Stenson náði ekki niðurskurði

Það eru Rafael Cabrera-Bello og Craig Lee, sem leiða eftir 2. dag Abu Dhabi HSBC Golf Championship.

Báðir eru þeir búnir að spila á samtals 9 undir pari, 135 höggum.

Aðeins 1 höggi á eftir í 3. sæti er Englendingurinn Danny Willett.

Í 4. sæti enn öðru höggi á eftir eru: Rory McIlroy, Ricardo Gonzalez og Thomas Björn.

Nokkrir góðir náðu ekki niðurskurði en þ.á.m. er nr. 1 í Evrópu 2013: Henrik Stenson, en hjá honum munaði 2 höggum  að hann fengi að spila um helgina.

Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag á Abu Dhabi HSBC Golf Championship SMELLIÐ HÉR: 

Til þessa að sjá hápunkta 2. dags á Abu Dhabi HSBC Golf Championship SMELLIÐ HÉR: