Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 17. 2014 | 12:30

Bandaríska háskólagolfið: Guðrún Brá spilar með Fresno State í vor

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, bætist í sístækkandi hóp ungra íslenskra kylfinga sem spila í bandaríska háskólagolfinu, nú í vor og mun Golf 1 að sjálfsögðu færa úrslitafréttir frá leikjum háskólaliðs hennar.

Guðrún Brá mun spila með golfliði Fresno State háskólans í Kaliforníu.

Emily Milberger þjálfari kvennaliðs Fresno State, The Bulldogs, fagnar komu Guðrúnar Brá í liðið og má sjá umsögn Milberger þar um með því að SMELLA HÉR:

Okkur hér heima er vel kunnugt um góðan árangur Guðrúnar Brá t.a.m. á Unglingamótaröðinni, þar sem Guðrún Brá hefir orðið Íslandsmeistari (holukeppni/höggleik) í öllum aldursflokkum sínum. Auk þess hefir hún, þrátt fyrir ungan aldur sigrað í stigamótum Eimskipsmótaraðarinnar og hefir tekið þátt í mótum bæði f.h. Keilis og landliðinu á erlendri grundu;  t.a.m. í Irish U18 og kemur hún því með mikla reynslu í lið Fresno State.

Efri röð fv.: Anna Sólveig Snorradóttir, Hildur Rún Guðjónsdóttir og Saga Ísafold Arnarsdóttir. Neðri röð fv.: Högna Kristbjörg Knútsdóttir, Guðrún Brá Björgvinsdóttir og Sara Margrét Hinriksdóttir, Mynd: Keilir

Efri röð fv.: Anna Sólveig Snorradóttir, Hildur Rún Guðjónsdóttir og Saga Ísafold Arnarsdóttir. Neðri röð fv.: Högna Kristbjörg Knútsdóttir, Guðrún Brá Björgvinsdóttir og Sara Margrét Hinriksdóttir, þátttakendur í Irish U18, árið 2012. Mynd: Keilir

Guðrún Brá er fædd 25. mars 1994 og er því 19 ára.

Fyrsta mótið sem Guðrún Brá leikur í með Fresno State, Peg Barnard Invitational, fer fram 15. febrúar n.k. og er mjög sterkt, en gestgjafi er Stanford háskólinn – þar sem Tiger og Michelle Wie voru við nám, en hvorugt þeirra spilaði þó í bandaríska háskólagolfinu, enda bæði orðin atvinnumenn.

Engu að síður: kvennalið Stanford í golfi hefir ávallt haft á að skipa sterkum kylfingum, þannig að þetta verður erfitt mót!