Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 17. 2014 | 09:45

Evróputúrinn: Kaymer og McIlroy gekk vel á 1. hring í Abu Dhabi – Mickelson byrjar slælega

Martin Kaymer og Rory McIlroy eiga sameiginlegt að eiga að baki hræðilegt ár í golfinu 2013.

Því var mikilvægt að byrja nýja árið vel og það gerðu þeir í gær en báðir léku fyrsta hring á 2 undir pari,  70 höggum og deildu 19. sætinu eftir 1. hring.

Kaymer, sem fékk 5 fugla, skramba og skolla var ánægður: „Þetta var ágætis hringur, þetta er nefnilega erfiður völlur sérstaklega á morgnanna.“

„Þegar við vorum á fyrri 9 var karginn enn blautur – og ef maður lenti þar – þá komst maður ekkert – Þannig að allt í allt er 2 undir pari ágætis skor.“

„Þetta snýst í raun um að hitta brautir og ná að pútta í lok dags, þegar maður er í röffinu þá eru góðar líkur að maður fái skolla.“

„Þ.e.a.s. ef maður spilar golfvöll eins og þennan. Ef maður er 3, 4 eða 5 undi pari, getur maður ekkert hugsað um að ná enn öðrum fugli. Þetta snýrst um að einbeita sér að hverri holu.“

McIlroy sýndi mikla þolinmæði en á skorkorti hans voru 2 fuglar. „Ég nýtti mér ekki sum af þeim tækifærum sem ég gaf sjálfum mér,“ viðurkenndi Rory. „Þetta gætu hafa orðið nokkrir í viðbót en að byrja skollalaust er alltaf gaman og 2 undir pari er algjörlega ágætt skor, sem hægt verður að byggja á afganginn af vikunni.“

Mickelson átti óvanalega slælega byrjun.  Það gekk ekkert hjá honum allan hringinn – hann hélt sér bara á parinu en fékk síðan skolla á 18. holu og 1 yfir, 73 högg staðreynd.

„Ég er bara að reyna að vinna mér leið inn í mótið“ sagði hinn ofurvarfærni Mickelson.

„Ég hef ekkert verið að keppa um tíma og það var ágætt að blotna aðeins í fæturna þarna.“

„Ég náði því miður engum fugli, en ég fékk heldur ekki skolla fyrr en alveg undir lokin. Mickelson var í 63. sæti eftir 1. hring og verður að hafa sig allan við ætli hann sér í gegnum niðurskurð.