Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 17. 2014 | 15:00

Nýju stúlkurnar á LET 2014: Elina Nummenpaa (10/31)

Það var 31 stúlka sem komst í gegnum Lalla Aicha Tour School í Marokkó og hlaut kortið sitt á Evrópumótaröð kvenna, LET (Ladies European Tour).

Mótið fór fram dagana 14.-18. desember 2013 á golfvöllum Al Maaden og Samanah CC í Marrakech, Marokkó.  Leiknir voru 5 hringir  og eftir 4. hringinn var stúlkunum 92 sem upphaflega voru 94, fækkað niður í 60 og þar af hlutu 31 efstu eftir 5. og lokahringinn keppnisrétt á LET fyrir keppnistímabilið 2014.

Það voru 4 stúlkur sem deildu 19. sætinu (voru jafnar í 19.-22. sætinu) og komust inn á mótaröðina með skor upp á samtals slétt par, 360 högg:     Fiona PuvoKrista Bakker, Julie Tvede  og Elina Nummenpaa.

Í dag verður finnski kylfingurinn Elina Nummenpaa kynnt en hún  varð í 22. sæti með lokaskor  upp á 71 70 71 69 79

Elina komst fyrst í gegnum Q-school Evrópumótaraðar kvenna, einmitt á Lalla Aicha móti í Marokkó í fyrra og þá var eftirfarandi kynningargrein skrifuð hér á Golf 1 um Elinu, sem enn á við í dag SMELLIÐ HÉR: