Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 18. 2014 | 09:00

Champions Tour: Mediate efstur e. 1. dag

Með þessari grein hefur Golf 1 fréttaflutning af Champions túrnum bandaríska, sem er bandaríska PGA Tour öldungamótaröðin.

Í gær hófst nefnilega á  Hualalai, á Hawaii, Mitsubishi Electric Championship, sem er fyrsta mót bandarísku PGA öldungamótaraðarinnar.

Eftir 1. dag er það Rocco Mediate sem leiðir eftir glæsihring upp á 9 undi pari, 63 höggum!

Í 2. sæti er Dan Forsman, aðeins höggi á eftir og þriðja sætinu deila þeir: Fred Couples, Fred Funk, Stephen Elkington og Tom Pernice Jr. allir á samtals 7 undir pari, 65 höggum, eða 2 höggum á eftir Rocco.

Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag Mitsubishi Electric Championship SMELLIÐ HÉR: