Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 4. 2014 | 09:00

Líf Cristie Kerr hefir breyst við fyrsta barnið

Líf bandaríska kylfingsins Cristie Kerr breyttist dramatískt fyrir 2 mánuðum.

Þá fékk hún fyrsta barn sitt, Mason Kerr Stevens, í hendurnar á sjúkrahúsi í Flórída.

Hún fann heimsálfuplöturnar skjálfa undir fótum sér og vissi að ekkert yrði eins og það var aftur.

„Það er eins og ég hafi ekki þekkt sjálfa mig áður en Mason fæddist,“ sagði Kerr í viðtali við GolfChannel.com. „Allir segja að það að eignast barn breyti lífi manns, en maður veltir bara fyrir sér, hvernig nákvæmlega? Þar til að maður eignast barn veit maður það ekki og skilur ekki í raun þá ást sem býr í manni. Þetta er miklu betra en ég hefði nokkru sinni getað ímyndað mér.“

Mason Kerr Stevens - Mynd sem Cristie Kerr tvítaði af barni sínu

Mason Kerr Stevens – Mynd sem Cristie Kerr tvítaði af barni sínu

Kerr, 36, kom golfheiminum á óvart þegar hún tilkynnti að hún og eiginmaður hennar, Erik Stevens væru stoltir foreldrar Masons, sem fæddist 8. desember og fæddist í heiminn af leigumóður. Cristie var búin að reyna að eignast barn í 4 ár, en getur ekki gengið með.  Genetískt séð er Mason barn Kerr og Erik, leigumóðirin, sem lögum skv. er móðir barnsins, var greitt fyrir að ganga með og samningur gerður við hana um að þáttur hennar yrði ekki annar…. en að ganga með.

„Hann er litla kraftaverkið okkar,“ sagði Cristie.

Hann er kraftaverk því Cristie go Erik veltu fyrir sér hvort þau gætu nokkru sinni eignast barn þegar Christie var greind með svokallað  Endometrial deficiency, þar sem þunn legslímhimnan gerði það erfitt, ef ekki ómögulegt, fyrir Cristie að ganga með barn.

„Þetta hefði a.m.k. orðið áhættusöm meðganga,“ sagði Kerr.

Það olli miklum sársauka að reyna og mistakast en það gerði komu Mason í heiminn bara gleðilegri fyrir vikið.

„Ég get ekki ímyndað okkur án hans,“ sagði Kerr.

Kerr og Stevens sögðu engum frá leigumóðurinni nema nánustu vinum. Cristie sagðist hafa séð Erik meðal áhorfenda á Lotte Championship í Hawaii í apríl á s.l. ári og henni virtist hann ánægður með eitthvað.

„Ég sagði: „Hvað?“ sagði Kerr. Og hann svaraði: „Við erum ófrísk!“ Það var virkilega, virkilega svalt. Ég missti af niðurskurðinum og það skipti mig engu máli.“

Christie Kerr

Christie Kerr

Á Safeway Classic í Portland s.l. september hélt nánasta vinkona Cristie henni veislu vegna fæðingarinnar sem í vændum var.

„Það var ekki að við værum að fela eitthvað fyrir fjölmiðlum, þetta var bara persónulegt,“ sagði Kerr.

Kerr, segja jafnvel vinir hennar, er flókinn persónuleiki; Hún er furðuleg blanda af hörku og mýkt.  Þegar hún keppir um sigur, þá getur kuldinn í augum hennar að sögn fengið fugla til að hætta að syngja. Þetta er áægtt þegar hún er svona einbeitt og helgar sig algerlega að málefnunum sem sannast best á baráttu hennar gegn brjóstakrabbameini, sem mamma hennar, Linda, var greind með.  Kerr er krafturinn á bakvið the Cristie Kerr Health Center í Jersey City, N.J., sem er sjúkrastofnun þar sem konur hljóta meðhöndlun, sem eru að berjast við brjóstakrabbamein, óháð getu þeirra til að geta greitt fyrir meðferðina.  Hún hefir látið af höndum 3 mílljónir bandaríkjadala til baráttunnar.

En golfheimurinn hefir s.s. fylgst með umbreytingu á Cristie Kerr áður.  Við sáum harneskjulega, hvassa,  púkalega klædda verkamannsstúlkuna frá Miami (SMELLIÐ HÉR til að fá svör við af hverju litið er á hana sem ógnvekjandi leikmann)  blómstra og verða að einni af glamúrstúlkum mótaraðarinnar þegar hún lagði af um yfir 30 kíló fyrir um áratug síðan.  Hún endurhannaði ímynd sína og varð smarta fyrirsætu íþróttastúlkan framan á Women´s Fitness og hefir oftar en ekki verið talin meðal kynþokkafyllstu kvenkylfingum kvennagolfsins. Hún varð vínræktandi, en hún framleiðir sitt eigið vín í Kaliforníu. SMELLIÐ HÉR: 

Cristie Kerr fyrir megrunina, púkalega klædd, hvöss og harðneskjuleg

Cristie Kerr fyrir megrunina, púkalega klædd, hvöss og harðneskjuleg

Kerr er að æfa sig fyrir Honda LPGA Thailand þar sem hún ætlar að hefja 2014 keppnistímabilið – en spurningin er hvernig nýja breytingin í lífi hennar komi til með að hafa áhrif á golfleik hennar?  Hvernig hefir það breytt henni að verða móðir?

„Ég hef séð aðra hlið á sjálfri mið og ég hef séð aðra hlið á Cristie,“ segir Erik sem er ekki bara eiginmaður heldur líka umboðsmaður hennar. „Ég hef séð ótrúlegar breytingar á henni.  Hún sinnir Mason svo vel, hún er svo upptekin af því og ég verð að segja að hún er orðin mjög mjög friðsöm.“

Erik segir að sumt hafi ekki breysts, en sé aðeins orðið meira áberandi vegna þess að Cristie er orðin móðir, en það er nákvæmni hennar.

„Ég verð að segja, á jákvæðan hátt, að hún er mjög áfram um að koma öllu í verk og hefir ótrúlegt skyn fyrir smáatriðum.“ „Ef það kæmi nú flóð og 5000 kornabörn kæmust af þá gæti ég sett bleyju á þá öll og gefið þeim smábarnamat. Við eigum föt á Mason fyrir fyrsta eitt og hálfa árið. Þeim er raðað ofan í skúffur eftir litum.“

Kerr hefir alltaf verið æst að byrja á nýju keppnistímabil en þetta er ólíkt öðrum. Að þessu sinni verður erfitt að fara til Tælands, það er erfitt að fara frá Mason og Erik, sem verða eftir heima í Scottsdale, Arizona.

Meðan það að verða móðir hefir breytt Kerr, þá eru menn forvitnir hvaða áhrif það hafi á leik hennar.

Cristie Kerr

Kerr hefir sigrað 16 sinnum á LPGA, þar af tvisvar sinnum á risamótum. Hún er fyrsti bandaríski kvenkylfingurinn sem varð nr. 1 á Rolex-heimslista bestu kvenkylfinga heims.

Hvað gerist núna fyrst forgangsröðin hefir breyst hjá henni? Getur hún enn gefið af sér það sem þarfnast til að sigra í mótum og risamótum? Er hægt að vera meistari og móðir samtímis? Getur hún öðlast allt?  Cristie er jafnspennt að sjá hvað verður og það eru félagar hennar og keppinautar á LPGA líka.

„Það er virkilega erfitt,“ segir Juli Inkster, sem vann meirihluta 7 risamótstitla sinna eftir að hún átti tvær dætur. „Í raun er maður komin í tvö heilsdagsstörf. En ég er viss um að Cristie fær mikla hjálp.“

„Hún verður að finna jafnvægið sitt,“ segir Inkster. „Það tók mig smá tíma að finna jafnvægið um hvenær ég ætti að æfa og hvenær hvíla mig. Það var aldrei mikill tími fyrir „sjálfa mig.“ Það gæti orðið Cristie erfitt. Það snýst ekki allt um hana, en hún á eftir að komast að því. Þetta er nokkuð sem hún hefir alltaf viljað.  Hún er ótrúlegur kylfingur og hún hefir átt frábæran feril sem hún ætlar að halda áfram en hún verður að koma jafnvægi á hlutina.“

Erik hjálpar til, sér um fyrirtæki sitt og fjölskylduna.  Á síðasta ári réði hann aðstoðarmann til þess að létta undir skyldum sínum í fyrirtækinu og geta tekið meiri þátt í uppeldi Mason.

„Ég verð bara að vera Hr. Mamma stundum, sem ég hlakka til,“ sagði Erik. „Við fengum aðstoðarmann í fyrirtækið í stað þess að ráða fólk til þess að hugsa um Mason, sem við viljum alls ekki. það er ekki okkar still. Við viljum eiga þátt í lífi Mason.“

Þó að Erik taki meiri þátt í heimilishaldinum sem gerir það að verkum að Cristie fær meiri tíma til að spila og æfa, þá verður þetta samt tilfinningalega krefjandi fyrir hana. Erik sá hversu erfitt það var Cristie að fara að heima til þess að æfa.

Það koma tímar þar sem Cristie verður að velja hvert hún vill fara og hvað hún vill gera, byggt á því hvernig Mason gengur,“ sagði Erik.

Cristie Kerr

Cristie Kerr

Cristie finnur fyrir því varðandi Mason nú þegar.

„Það er svo gaman að gefa honum að borða, fá hann til að ropa, leika við hann,“ sagði Kerr. „Að sjá öll litlu brosin og hreyfingar hans er heillandi.“

Cristie vonar að geta tekið Mason með sér  á túrinn í fyrsta sinn í mars á the LPGA Founders Cup, en mótið fer í raun fram í „bakgarði Cristie“ þ.e. heima í Scottsdale. Hún er ekki viss hversu mikið Erik og Mason komi til með að ferðast fyrst um sinn en þau eru að hugsa um að ráða einhvern síðar þegar þau eru í keppnisferðalögum, en þá er planið að Mason fari með hvert á land sem Cristie fer.

„Erik sagði að hann ætlaði að skapa umhverfi þar sem ég þyrfti ekki að hafa áhyggjur af þeim heima,“ sagði Cristie.  „Maður verður bara að ganga úr skugga um að svo sé og reyna að finna jafnvægi.“

„Ég hugsa að það að verða móðir muni gera mig betri. Þetta veitir nýjan tilgang að spila. Ég hef alltaf spilað fyrir fjölskylduna en nú er ég virkilega að spila fyrir fjölskylduna. Ég hugsa að lykillinn sé að setja ekki of mikla pressu á mig þannig að ég geti bara ekkert spilað af viti.“

Mesta pressan kemur líklega ekki lengur þegar staðið er yfir púttum.

Það verður eflaust bara að fara út um dyrnar á alþjóðlegu mótið á dagskrá LPGA.

„Þetta verður mér hvatning en ég held að slæmu vikurnar verði bara auðveldari nú,“ sagði Kerr.