Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 6. 2014 | 10:00

Robert Karlsson brosir aftur

Saga Robert Karlsson sýnir bara hversu eyðileggjandi golfárarnir geta verið. Daginn fyrir Opna breska 2012 dró Karlsson sig úr mótinu og tvítaði áður en hann dró sig úr mótinu: „Ég hef tamið mér slæmar venjur í leik mínum og rútínu sem ég verð að sinna.“ Þetta var fremur óhefðbundin útskýring. Sannleikurinn var sá að hugur Karlsson var svo truflaður að hann gat ekki einu sinni hafið baksveiflu sína. Hugarferli hans var svo skýjað að eitthvað sem honum hafði verið eiginlegt og eðlilegt frá blautu barnsbeini virkaði bara ekki lengur.  Það var því hrein gleði að sjá Karlsson keppa aftur í eyðimörkinni í Dubaí með bros á vör á Dubai Desert Classic. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 6. 2014 | 09:30

GK: Ekki búist við kalskemmdum

Vallarstjóri golfklúbbsins Keilis skrifaði eftirfarandi á heimasíðu Keilis: „Eins og félagar hafa vafalaust tekið eftir hefur ís og klaki sem lagst hefur á golfvöllinn okkar legið óvenju lengi, eða frá í desember. Starfsmenn Keilis hafa lagt mikla vinnu í að fyrirbyggja kalskemmdir af völdum klakans og hafa mulið, brotið og brætt ís af öllum flötum og teigum þar sem ís lá yfir. Okkur virðist sem það hafi tekist með ágætum og búumst við ekki við miklum skemmdum á yfirborði flata. Nú leggjum við áherslu á önnur svæði sem enn eru undir klaka, t.d. lágpunkta brauta. Reynt verður að þynna klakann eins og hægt er til að hámarka bráðnun þegar loks Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 6. 2014 | 09:15

ALPG&LET: Burnett og Korda leiða e. 1.dag Volvik RACV Ladies Masters – Cheyenne Woods í 3. sæti

Það eru tvær bandarískar sem leiða á Volvik RACV Ladies Masters, sem hófst í morgun á RACV Royal Pines Resort á Gullströndinni í Queensland, Ástralíu en það eru þær Katie Burnett og Jessica Korda. Sjá má kynningu Golf 1 á Katie Burnett með því að SMELLA HÉR:  Sjá má viðtal fréttafulltrúa LET við Korda eftir 1. hring með því að SMELLA HÉR:  Þær báðar Burnett og Korda spiluðu 1. hring á 5 undir pari, 68 höggum. Fimm kylfingar deila 3. sætinu þ.á.m. Cheyenne Woods, frænka Tigers, en þær eru allar 1 höggi á eftir forsytukonunum á 4 undir pari, 69 höggum. Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag Volvik RACV Ladies Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 6. 2014 | 09:00

Evróputúrinn: Joburg Open mót vikunnar – Molinari og Forsyth í forystu snemma dags

Mót vikunnar á Evrópumótaröðinni er Joburg Open, sem fram fer í Royal Johannesburg & Kennsington golfklúbbnum í Jóhannesarborg í Suður-Afríku. Þeir sem tekið hafa forystuna snemma dags eru ítalski kylfingurinn Edoardo Molinari og  Skotinn og „nýliðinn“ á Evrópumótaröðinni Alastair Forsyth.   Golf 1 hefir kynnt Forsyth og má lesa kynninguna á „nýja stráknum“ (Alastair Forsyth) með því að SMELLA HÉR: og eins hefir Forsyth þegar vakið athygli á sér með því að rita grein, þar sem hann sagði bilið milli efstu 60 á Evróputúrnum og afgangsins allaf vera að breikka og þeir „nýliðarnir“ hefðu mun færri tækifæri á að spila í mótum. Sjá með því að SMELLA HÉR:  Margir hafa Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 5. 2014 | 20:00

Nýju stúlkurnar á LET 2014: Isabelle Boineau (15/31)

Það var 31 stúlka sem komst í gegnum Lalla Aicha Tour School í Marokkó og hlaut kortið sitt á Evrópumótaröð kvenna, LET (Ladies European Tour). Mótið fór fram dagana 14.-18. desember 2013 á golfvöllum Al Maaden og Samanah CC í Marrakech, Marokkó.  Leiknir voru 5 hringir  og eftir 4. hringinn var stúlkunum 92 sem upphaflega voru 94, fækkað niður í 60 og þar af hlutu 31 efstu eftir 5. og lokahringinn keppnisrétt á LET fyrir keppnistímabilið 2014. Það voru 4 stúlkur sem deildu 15. sætinu (voru jafnar í 15.-18. sætinu) og komust inn á mótaröðina með skor upp á samtals 1 undir pari, 359 högg: Anais Magetti; Marina Salinas; Isabelle Boineau og Cathryn Bristow. Sú sem Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 5. 2014 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Rún Pétursdóttir —- 5. febrúar 2014

Afmæliskylfingur dagsins er Rún Pétursdóttir, GR.  Rún er fædd. 5. febrúar 1995 og er því 19 ára í dag.  Rún spilaði á Unglingamótaröðunum undanfarin sumur   2011 og 2012. Rún  er  m.a. Íslandsmeistari í höggleik 2011, í  flokki 15-16 ára. Eins var Rún var í kvennasveit GR sem varð Íslandsmeistari í sveitakeppni GSÍ 2011 og tók í kjölfarið þátt í European Ladies Club Trophy, sem fram fór á eyjunni Corfu á Grikklandi, haustið 2011. Sumarið 2012  sigraði Rún m.a. í flokki 17-18 ára í 2. móti Arion bankamótaraðarinnar á Þverárvelli. Komast má á facebook síðu Rúnar til þess að óska henni til hamingju með afmælið  hér að neðan: Rún Pétursdóttir  (Innilega til Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 5. 2014 | 14:00

Golfútbúnaður: Sunfish kylfu-„cover”

Vintage stílinn er vinsæll í dag í markaðssetningu, á félagsmiðlum sem í tísku. Golfvöruiðnaðurinn er ekki ónæmur fyrir þessu og mörg fyrirtæki eru að aðlaga það sem er „inn“ að mjög hefðbundinni íþrótt. Sunfish Golf veit að klassískt útlit og raunveruleg gæði fara aldrei úr tísku og þeir bjóða upp á þessa þætti í kylfu-„coverunum“ sínum. Sunfish Golf fyrirtækið er staðsett í Nashville og var komið á laggirnar af tveimur vinum David Riggs og Alonzo Guess. Báðir höfðu þeir áhuga á að ferðast um heiminn og spila golf. Og þar sem David og Alonzo ferðuðust víða voru þeir alltaf hrifnir af því sem var handgert. Þeir báðir hafa samanlagt mikla reynslu Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 5. 2014 | 10:00

GO: Púttmótaröð GO-kvenna hefst í Kauptúni kl. 18:00 á morgun fimmtudaginn 6. febrúar!

Púttmótaröð GO-kvenna hefst á morgun í Kauptúni kl. 18:00 og barst eftirfarandi fréttatilkynning frá kvennanefnd GO: „Kæru GO konur!!! Gleðilegt ár og takk fyrir frábært golfár sem var að líða ! Nú er komið að innanhúss púttmótaröðinni 2014.     Spilaðar verða 6 umferðir í Kauptúni, Garðabæ, innanhússæfingasvæði Odds, sem er gegnt IKEA.  Nýi púttvöllurinn er nú rétt í þessu að verða tilbúinn og er enn betri en í fyrra, eitthvað hefur hann þó minnkað en strákarnir í Kauptúni lofa skemmtilegum velli. Því er ekki eftir neinu að bíða….og við  byrjum strax í þessari viku og spilum fram að konukvöldi GO….en dagsetningin er ekki alveg komin á hreint…en við sendum upplýsingar um það Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 5. 2014 | 09:30

Bandaríska háskólagolfið: Guðmundur Ágúst og ETSU luku keppni í 9. sæti á TPC Sawgrass

Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR og ETSU  luku keppni í gær á Sea Best Invitational mótinu, sem fram fór á TPC Sawgrass, The Players Stadium á Ponte Vedra Beach, Flórída, dagana 3.-4. febrúar. Það voru 16 háskólalið sem þátt tóku og alls 84 einstaklingar. Guðmundur Ágúst lék hringina 3 á samtals 17 yfir pari, 233 höggum (78 77 78) og varð T-41, þ.e. deildi 41. sætinu ásamt 4 öðrum kylfingum; var sem sagt fyrir miðju mótsins. The Bucs, lið Guðmundar Ágústs varð T-9, þ.e. deildi 9. sætinu í liðakeppninni ásamt Jacksonville háskólanum. Guðmundur Ágúst var á 3. besta skorinu af The Bucs og taldi skor hans því í 9. sætis árangri East Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 5. 2014 | 09:00

GR: Ragnhildur, Patrekur, Ingvar Andri, Böðvar og Dagbjartur efst eftir 3. púttmót barna og unglingastarfs GR

Þriðja mótið á púttmótaröð barna- og unglingastarfs GR fór fram s.l. helgi. Alls fara fram 6 mót og gildi 3 bestu skor. Staðan er sú eftir 3 spilaðar umferðir í flokki 16 ára og eldri að Ragnhildur Kristinsdóttir og Patrekur Ragnarsson eru efst, bæði með samtals 89 pútt; Ragnhildur (32 28 29) og Patrekur (31 29 29).  Þátttakendur í flokki 16 ára og eldri eru 11. Sjá má heildarúrslit í flokki 16 ára og eldri eftir 3 spilaðar umferðir í púttmótinu með því að SMELLA HÉR:  Í flokki 13-16 ára er staðan sú að Ingvar Andri Magnússon er efstur af 6 þátttakendum á samtals 90 púttum (31 29 30). Sjá Lesa meira