Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR og ETSU. Mynd: ETSU
Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 4. 2014 | 10:00

Bandaríska háskólagolfið: Guðmundur Ágúst og ETSU í 8. sæti eftir 1. dag Sea Best mótsins

Keppnistímabið hjá Guðmundi Ágúst Kristjánsson, GR og ETSU er hafið, en The Bucs taka þátt í Sea Best Invitational mótinu, sem fram fer á TPC Sawgrass, The Players Stadium á Ponte Vedra Beach, Flórída, dagana 3.-4. febrúar og verður lokahringurinn því leikinn í kvöld.

Það eru 16 háskólalið sem þátt taka og The Bucs eru í 8. sæti og 84 sem þátt taka í mótinu.

Guðmundur Ágúst lék 1. hring á 6 yfir pari, 78 höggum. Ekki tókst að ljúka 2. hring sem spilaður var í gær vegna myrkurs.  Guðmundur Ágúst á eftir að klára 2 holur af 2. hring og er búinn að fá 1 fugl, 3 skolla og 1 skramba og er á 4 yfir pari, þegar tvær holur eru óspilaðar.

Guðmundur er T-36 eftir 1. dag í einstaklingskeppninni og á 2.-3. besta skorinu af The Bucs.

Til þess að sjá stöðuna í Sea Best mótinu eftir 1. dag SMELLIÐ HÉR: