Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 4. 2014 | 22:00

Indverjar hrifnir af Tiger

Tiger Woods spilaði 18 holur í Delhi golfklúbbnum (DGC) í dag og kom í hús á 9 undir pari.  Hann heillaði þær þúsundir Indverja sem hópuðust á völlinn til þess að sjá Tiger.

Tiger hitti flestar flatir á tilskyldum fjölda högga en DGC er þekktur fyrir þröngar brautir sínar.

Tiger er í Delhi í boði forstjóra mótorhjóla framleiðandans Hero MotoCorp Pawan Munjal, og sýndi öllum af hverju hann er álitinn besti kylfingur allra tíma í morgun.

Pawan Munjal, sá sem bauð Tiger til Indlands - spilaði 9 holur með Tiger

Pawan Munjal, sá sem bauð Tiger til Indlands – spilaði 9 holur með Tiger

Sagt er að Tiger hafi þegið 250 milljónir íslenskra króna til þess að spila 1 hring með Munjal og vinum hans.

Alan Wilkins tilkynnti komu Tiger á fyrsta teig eftir að hann hafði hitað upp á æfingasvæðinu og skiptst á huggulegheitum við gestgjafa sína.

Tiger var í bláum bol, svörtum buxum og með hvít der.  Hann byrjaði á fallegu höggi sem flaug mjúklega og beint eftir brautinni og spilaði fyrstu 9 holurnar eingöngu með gestgjafa sínum, Munjal og skilaði inn skorkorti upp á 6 undir pari.

Næstu 9 holurnar voru spilafélagar ýmsir háttsettir Indverjar og frægir indverskir kylfingar. Meðal hinna háttsettu var Rajiv Singh (DLF) og hæstaréttardómarinn, Vikramajit, sem spiluðu með honum 10. og 11. holurnar. Besti kvenkylfingur Indverja Sharmila Nicollet spilaði síðan við Tiger á 12. og 13. holu og síðan tóku við indversku fréttamennirnir  Prannoy Roy og Aveek Sarkar.

Sharmila og Tiger spiluðu saman og sagði Sharmila þetta vera minningu sem myndist enda henni alla ævi

Sharmila og Tiger spiluðu saman og sagði Sharmila þetta vera minningu sem myndist endast henni alla ævi

Á síðustu 3 holunum fór fram skinnaleikur (ens. skins game) milli tveggja liða Pawan Munjal og Tiger Woods g. Shiv Kapur og Anirban Lahiri. Jafnt var með liðunum.

„Þetta var ótrúleg reynsla. Það var mjög hvetjandi að spila með svona frábærum kylfingi. Við gerum svo mikið úr þeim, en það var gott að fá að vita að hann er mannlegur. Það hvetur okkur til að vera eins og hann,“ sagði Lahiri m.a.

„Það var gaman að spila við hlið hans. Við spjölluðum létt saman. Hann var virkilega með smekk fyrir Indlandi. Hann hafði lagt af og var að tala um megrun sína og mat.“

„Hann varð að aðlaga sig að aðstæðum. Eins og hann byrjaði og þrátt fyrir að missa nokkur pútt þá náði hann mörgum frábærum fuglum. Í Delhi golfklúbbnum veistu ekki að trén eru þarna ef þú slærð ekki í þau.“

 „Það er frábært að þekkja mann eins og hann. Hann er þekktur alþjóðlega. Ég hlakka til að spila við hann í stórum mótum [….]“ bætti hann við.

Shiv Kapur,  sem var með fugla á 17. og 18. holu af 3 síðustu holunum sem hann spilaði sagði: „Að spila við hlið Tiger var frábær tilfinning. Að fá fugl á 17. holu var gott móment, sérstaklega fyrir framan áhorfendurnar hér heima.  Þetta var frábær og öðruvísi reynsla.“

„Við töluðum um mat og um mismunandi skilyrði í Dubai og DGC. Tiger ólst upp við að spila á þröngum völlum og hann slær mjög beint,“ sagði Kapur sem spilaði líka á Omega Dubai Desert Classic eins og Tiger.

Besti kvenkylfingur Indverja, Sharmila Nicollete var líka himinlifandi af reynslu sinni að spila 2 holur með Tiger.

„Þetta er draumur sem rættist að spila við Tiger Woods. Ég var spennt en líka stressuð. Þetta er frábær minning sem endist alla ævi.“