Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 5. 2014 | 10:00

GO: Púttmótaröð GO-kvenna hefst í Kauptúni kl. 18:00 á morgun fimmtudaginn 6. febrúar!

Púttmótaröð GO-kvenna hefst á morgun í Kauptúni kl. 18:00 og barst eftirfarandi fréttatilkynning frá kvennanefnd GO:

„Kæru GO konur!!!

Gleðilegt ár og takk fyrir frábært golfár sem var að líða !

Nú er komið að innanhúss púttmótaröðinni 2014.    

Spilaðar verða 6 umferðir í Kauptúni, Garðabæ, innanhússæfingasvæði Odds, sem er gegnt IKEA.

 Nýi púttvöllurinn er nú rétt í þessu að verða tilbúinn og er enn betri en í fyrra, eitthvað hefur hann þó minnkað en strákarnir í Kauptúni lofa skemmtilegum velli.

Því er ekki eftir neinu að bíða….og við  byrjum strax í þessari viku og spilum fram að konukvöldi GO….en dagsetningin er ekki alveg komin á hreint…en við sendum upplýsingar um það fljótlega

3 bestu skor gilda. 

Í ár verður fyrsta mótið haldið á fimmtudaginn 6. febrúar og frá kl. 18.00-19,30. 

 

Við höfum ca. 1,5 klukkustund til umráða og því er mikilvægt að mæta til leiks á réttum tíma.  Munið eftir að taka með ykkur golfkúlu, blýant og að sjálfsögðu pútterinn!!

Þá viljum við endilega biðja ykkur að koma skilaboðum til GO kvenna að láta skrá sig á póstlista kvennastarfsins á gudmundina@logvik.is

Við hvetjum ykkur allar til að taka þátt, enda er þetta kjörin vettvangur til að kynnast öðrum konum í klúbbnum. 

Þátttökugjald er kr. 500 í hvert skipti…………………..Munið að koma með reiðufé !

Gaman að setjast niður og spjalla saman eftir púttmótið og efla félagsanda innan klúbbsins!!

Vonumst til að sjá sem flestar ykkar á púttkvöldum, hressar og kátar…………..og alls ekki gleyma keppnisskapinu !!

Hér að neðan eru helstu golfreglur sem gilda á púttmótaröðinni“

Kvennanefndin

Helstu reglur í púttmótum Odds í Kauptúni

·         Spilaðar eru 18 holur í hvert skipti.  Ef tími gefst til er leyfilegt er að taka tvo 18 holu hringi og telur betri hringurinn í    keppninni.

·         Allir sem taka þátt í mótinu verða að hafa meðspilara og skráir hvor þeirra skor hins leikmanns eins og venja er í golfleik.

·         Leikmaður og ritari þurfa að kvitta fyrir skráðu skori áður en skilað er inn til umsjónarmanns.

·         Skorkortið verður að vera fyllt út skilmerkilega með nafni  og kennitölu leikmanns.

·         Í byrjun hverrar brautar verður að stilla bolta upp við hliðina á teigmerki.

·         Klára verður hverja holu til að fá skor.

·         Eitt högg er í víti ef bolti snertir vegg.

·         Færa má bolta frá vegg þar til viðunandi staða er fengin, en þó ekki nær holu.

·         Ef tveir eða fleiri eru jafnir gilda seinni níu. Ef enn er jafnt, þá gilda seinustu sex, síðan seinustu þrjár. Ef enn er jafnt skal varpa hlutkesti.