Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 5. 2014 | 09:00

GR: Ragnhildur, Patrekur, Ingvar Andri, Böðvar og Dagbjartur efst eftir 3. púttmót barna og unglingastarfs GR

Þriðja mótið á púttmótaröð barna- og unglingastarfs GR fór fram s.l. helgi.

Alls fara fram 6 mót og gildi 3 bestu skor.

Staðan er sú eftir 3 spilaðar umferðir í flokki 16 ára og eldri að Ragnhildur Kristinsdóttir og Patrekur Ragnarsson eru efst, bæði með samtals 89 pútt; Ragnhildur (32 28 29) og Patrekur (31 29 29).  Þátttakendur í flokki 16 ára og eldri eru 11.

Sjá má heildarúrslit í flokki 16 ára og eldri eftir 3 spilaðar umferðir í púttmótinu með því að SMELLA HÉR: 

Í flokki 13-16 ára er staðan sú að Ingvar Andri Magnússon er efstur af 6 þátttakendum á samtals 90 púttum (31 29 30).

Sjá má heildarúrslit í flokki 13-16 ára eftir 3 spilaðar umferðir í púttmótinu með því að SMELLA HÉR:

Í flokki 12 ára og yngri eru efstir eftir 3 spilaðar umferðir á púttmótinu þeir Böðvar Pálsson og Dagbjartur Sigurbrandsson, báðir á samtals 92 púttum, hvor; Böðvar (33 28 31); Dagbjartur (33 30 29). Alls eru 15 þátttakendur í flokki 12 ára og yngri.

Sjá má heildarúrslit í flokki 12 ára og yngri eftir 3 spilaðar umferðir í púttmótinu með því að SMELLA HÉR: 

Staðan er jöfn og spennandi og enn 3 púttmót eftir, þannig að það er ekki of seint fyrir neinn að byrja næsta sunnudag, en 3 bestu skor af 6 telja!