Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 6. 2014 | 09:00

Evróputúrinn: Joburg Open mót vikunnar – Molinari og Forsyth í forystu snemma dags

Mót vikunnar á Evrópumótaröðinni er Joburg Open, sem fram fer í Royal Johannesburg & Kennsington golfklúbbnum í Jóhannesarborg í Suður-Afríku.

Þeir sem tekið hafa forystuna snemma dags eru ítalski kylfingurinn Edoardo Molinari og  Skotinn og „nýliðinn“ á Evrópumótaröðinni Alastair Forsyth.  

Golf 1 hefir kynnt Forsyth og má lesa kynninguna á „nýja stráknum“ (Alastair Forsyth) með því að SMELLA HÉR: og eins hefir Forsyth þegar vakið athygli á sér með því að rita grein, þar sem hann sagði bilið milli efstu 60 á Evróputúrnum og afgangsins allaf vera að breikka og þeir „nýliðarnir“ hefðu mun færri tækifæri á að spila í mótum. Sjá með því að SMELLA HÉR: 

Margir hafa þó enn ekki hafið leik og því alltof snemmt að segja fyrir um efstu menn, en staðan getur auðvitað breyst eftir því sem líður á daginn.

Hér má fylgjast með stöðunni á Joburg Open SMELLIÐ HÉR: