Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 6. 2014 | 10:00

Robert Karlsson brosir aftur

Saga Robert Karlsson sýnir bara hversu eyðileggjandi golfárarnir geta verið.

Daginn fyrir Opna breska 2012 dró Karlsson sig úr mótinu og tvítaði áður en hann dró sig úr mótinu: „Ég hef tamið mér slæmar venjur í leik mínum og rútínu sem ég verð að sinna.“ Þetta var fremur óhefðbundin útskýring.

Sannleikurinn var sá að hugur Karlsson var svo truflaður að hann gat ekki einu sinni hafið baksveiflu sína. Hugarferli hans var svo skýjað að eitthvað sem honum hafði verið eiginlegt og eðlilegt frá blautu barnsbeini virkaði bara ekki lengur.  Það var því hrein gleði að sjá Karlsson keppa aftur í eyðimörkinni í Dubaí með bros á vör á Dubai Desert Classic.

„Ég bara gat ekki tekið kylfuna aftur.  Það var sem heilinn væri frosinn,“ útskýrði hann vandamál sitt sem tók 3 mánuði að leysa/þíða 🙂

„Ég velti því fyrir mér hvort ég myndi nokkru sinni spila golf aftur. Þetta var svo skrítið vegna þess að ég veit hvernig á að slá, en það var bara ekki að gerast.“

„Ég var ekki að taka ákvörðunina um höggin að baki boltanna. Þannig að ég var að reyna að taka ákvarðanir yfir boltanum. Þetta voru bara lítil atriði sem eru ástæða þess að ég er í þessum sporum nú. Nú velti ég því fyrir mér hvernig þetta gat gerst en meðan það stóð var það hryllilegt.

„Ég varð bara að breyta rútínunni, en mikið af þessu tengist rútínunni. Maður býr sér til vana sem verður sterkari og sterkari og til þess að brjóta hann á bak aftur verður að búa til nýjan.“

Karlsson hefir sigrað 11 sinnum á Evróputúrnum og var hér áður fyrr í Ryder Cup liði Evrópu.  Hann var efstur á peningalistanum 2008, hefir verið með efstu 10 í öllum 4 risamótunum og var eitt sinn nr. 6 á heimslistnum.  Árið 2013 var hann í 276. sæti heimslistans og er nú í 218. sæti og mjakast hægt upp aftur. Markið hans í augnablikinu er að komast inn fyrir topp-200.

Ef Karlsson ætti að leita innblásturs einhvers staðar þá er samlandi hans og vinur, Henrik Stenson, eflaust nærtækastur til þess. Stenson hefir verið í tveimur slæmum lægðum á ferlinum en barðist aftur með frábærum árangri sérlega á síðasta ári þegar hann var valinn besti kylfingur Evrópu og var sigurvegari FedEx Cup umspilsins í Bandaríkjunum.

„Ekki bara Henrik, ég lít til allra leikmanna tekist hefir að ná sér upp eftir erfiðleika,“ bætti Karlsson við. „Paul Casey er annar. Ferill allra er sá sami ef maður spilar yfir 20 ár og það verða hæðir og lægðir. Þetta snýst meir um hversu fljótt maður getur komið sér upp úr lægðunum og hversu djúpar lægðirnar eru.“

Ég er mjög metnaðarfullur þannig að kannski er ég svona í 6 eða 7 af 10 möguleikum nú. Ég á daga sem ég spila virkilega vel en allt er ekki gott í einu. Ég verð enn upptrekktur, en það er hluti af því að við erum þarna úti. Það sýnir bara að við erum hungruð.

„Markmiðið er að halda áfram að byggja leik minn upp og verða betri vegna þess að ég veit hvernig góður leikur minn er.“

Of margir aðrir hafa gleymt því hvernig Karlsson er þegar hann er í besta spilaformi sínu.  Það væri frábært ef 2014 yrði ár Karlsson og hann minnti okkur öll á, hversu frábær kylfingur hann er. Þetta er allt á góðri leið upp á við hjá honum nú!