Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 6. 2014 | 09:15

ALPG&LET: Burnett og Korda leiða e. 1.dag Volvik RACV Ladies Masters – Cheyenne Woods í 3. sæti

Það eru tvær bandarískar sem leiða á Volvik RACV Ladies Masters, sem hófst í morgun á RACV Royal Pines Resort á Gullströndinni í Queensland, Ástralíu en það eru þær Katie Burnett og Jessica Korda.

Sjá má kynningu Golf 1 á Katie Burnett með því að SMELLA HÉR: 

Sjá má viðtal fréttafulltrúa LET við Korda eftir 1. hring með því að SMELLA HÉR: 

Þær báðar Burnett og Korda spiluðu 1. hring á 5 undir pari, 68 höggum.

Fimm kylfingar deila 3. sætinu þ.á.m. Cheyenne Woods, frænka Tigers, en þær eru allar 1 höggi á eftir forsytukonunum á 4 undir pari, 69 höggum.

Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag Volvik RACV Ladies Masters SMELLIÐ HÉR: