Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 5. 2014 | 09:30

Bandaríska háskólagolfið: Guðmundur Ágúst og ETSU luku keppni í 9. sæti á TPC Sawgrass

Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR og ETSU  luku keppni í gær á Sea Best Invitational mótinu, sem fram fór á TPC Sawgrass, The Players Stadium á Ponte Vedra Beach, Flórída, dagana 3.-4. febrúar.

Það voru 16 háskólalið sem þátt tóku og alls 84 einstaklingar.

Guðmundur Ágúst lék hringina 3 á samtals 17 yfir pari, 233 höggum (78 77 78) og varð T-41, þ.e. deildi 41. sætinu ásamt 4 öðrum kylfingum; var sem sagt fyrir miðju mótsins.

The Bucs, lið Guðmundar Ágústs varð T-9, þ.e. deildi 9. sætinu í liðakeppninni ásamt Jacksonville háskólanum. Guðmundur Ágúst var á 3. besta skorinu af The Bucs og taldi skor hans því í 9. sætis árangri East Tennessee State University.

Næsta mót Guðmundar er eftir tæpar 3 vikur í Puerto Rico.

Til þess að sjá lokastöðuna í Sea Best mótinu SMELLIÐ HÉR: