Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 10. 2014 | 08:00

GR: Böðvar, Ingvar Andri og Patrekur efstir eftir 4. mótið í púttmótaröð barna og unglinga

Foreldraráð barna og unglinga í GR ritar eftirfarandi:
„Það er hart barist á toppnum í mótaröð barna og unglinga til púttmeistara GR nú þegar mótið er hálfnað. Fjölmenni var á Korpunni í gær, þ.e. sunnudagsmorgun,  jafnt kylfingar sem foreldrar sem láta ekki sitt eftir liggja að styðja sitt fólk. 
Það er alls ekki of seint að slást í hópinn því fjórir mótadagar eru eftir og telja fjórir bestu hringirnir. 
 
Meðfylgjandi er staðan eftir fjóra hringi.
 
Sjáumst næsta sunnudag frá 11 – 13 
 

Foreldraráðið.“