Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 10. 2014 | 12:00

TaylorMade segir upp 16 starfsmönnum Adams Golf

TaylorMade-Adidas Golf sagði upp 16 starfsmönnum Adams Golf dótturfyrirtæki síns, 6. febrúar s.l.

Skv. Mark King, aðalframkvæmdastjóra TaylorMade’s voru uppsagnirnar gerðar á starfsfólki Adams sem vinnur við Champions Tour og sagði það bara endurspegla erfitt viðskiptaumhverfi.  King sagði ástæðuna m.a. vera skort starfsmögnun þ.e. samhafni við starfsfólk  TaylorMade sem nú koma til með að þjónusta atvinnumennina á Champions Tour sem samningsbundnir eru Adams.

„Þegar við keyptum fyrirtækið vildum við bara leyfa því að vera óbreyttu eins lengi og við gætum,“ sagði King m.a. á AT&T Pebble Beach National Pro-Am. „Og nú leitum við bara starfsmögnunar, þ.e. samvirkni þannig að heildaráhrif verði meiri en samanlögð áhrif einstakra þátta fyrirtækisins.“

Í mars 2012 tilkynnti  Adidas Group að það myndi kaupa Adams Golf  fyrir u.þ.b. $70 million, á 71% raunvirðis, en starfsstöðvar Adams Golf eru í Plano, Texas.

„Markmið okkar er að verða besta golffyrirtækið í heiminum, um allar jarðir, hvað snertir framleiðsluvörur og lýðfræði viðskiptavina okkar,“ sagði King þá og bætti við „Adams Golf er annað mikilvægt skref til þess að ná því markmiði.“

Þremur árum fyrr, í nóvember 2008 hafði King yfirumsjón á yfirtöku Ashworth, sem var annað golffyrirtækið sem var í miklum fjárhagserfiðleikum en það endurspeglaðist í því að kaupverð var $1,9 hluturinn.

„Við keyptum Ashworth og vorum með áætlun sem er venjulega yfirtökuáætlunin – þegar maður er með fjölda eigna þá losnar maður við fjölda kostnaðar … en…. fyrirtækið var verr farið en við töldum,“ sagði King á PGA vörusýningunni í Orlando, Flórída, sem fram fór fyrir skemmstu. „Síðan losuðum við okkur við allt fólkið sem hafði unnið að Ashworth vörumerkinu og við héldum að við gætum gert það í deildum, en mikið af því hefur ekki virkað.“

Vegna reynslunnar með Ashworth, var nálgun King önnur með Adams en hann ákvað að halda einingunni ósnertri og reka hana óháða TaylorMade.  Ákvörðunin um uppsagnir 16 starfsmanna Adams er sú fyrsta þar sem Taylormade er að ráðskast í málefnum dótturfyrirtæki síns.

„Ég elskaði þetta starfsfólk (sem var sagt upp),” sagði Champions Tour leikmaðurinn Kenny Perry í SMS. „Þetta starfsfólk var lykillinn að vþí að ég sigraði Schwab) bikarinn á síðasta ári. Þau eru öll mjög klár. Sorglegt!”

King sagði að það hefði verið erfið ákvörðun að segja starfsfólkinu upp en 2013 hefði verið erfitt ár fyrir alla í golfvörubissnessnum og markmið hans væri að fyrirtækið væri eins magurt og hægt væri og að þeir myndu leita eftir starfsmögnun sem myndi leiða til betri skilvirkni fyrirtækisins.

King bætti líka við að engar aðrar uppsagnir væru fyrirhugaðar hjá  Adams, Adidas eða TaylorMade.

Uppsagnirnar hjá Adams voru ekki einu breytingarnar á deildinni. Á síðasta ári hætti Adams að nota alþjóðlega dreifingaraðila og hóf að selja innanhúss, svipað og TaylorMade gerir sem skilaði þegar góðum árangri.

„Við græddum $120 milljónir á Adams á síðasta ári og $104 eða $105 (milljónir) á árinu þar áður þannig að þetta er upp um 15%,” sagði King um Adams Golf.  „Á þessu ári búumst við við söluaukningu um 15-20‰ og þarnæsta ári munum við gera enn meira vegna mikillar söluaukningar utan Bandaríkjanna og við finnum fyrir auknum áhuga.“

Ef Adams hluta TaylorMade gengur svona vel, af hverju er þá verið að segja upp 16 starfsmönnum? – Andstyggilegar svona „hagræðingar“ þegar söluspáin er ofan á allt saman svona góð!!!  TaylorMade-Adidas ætti að endurráða starfsfólk Adams Golf og Ashworth sem fyrst, en ekki bara gera breytingar, breytinganna vegna …. nógu illa var komið fram við starfsfólk Ashworth þar áður, en mikil eftirsjá er af gæðagolffatnaði frá þeim framleiðanda!!!! Þar væri e.t.v. nýr vaxtabroddur TaylorMade-Adidas að hefja aftur framleiðslu á upprunalega, smarta Ashworth fatnaðinum!!!  Nokkuð sem myndi e.t.v. geta fjármagnað Champions Tour deild Adams Golf!!!