Lovísa Hermannsdóttir, klúbbmeistari GSE 2014. Mynd: Golf1.
Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 11. 2014 | 08:00

GK: Lovísa Hermanns efst á 4. púttmóti Keiliskvenna

Það voru 31 sem þátt tóku í 4. púttmóti Keiliskvenna, miðvikudaginn 5. febrúar s.l.  Brautin hefur líklega verið í erfiðari kantinum þar sem meðalskor var 35,5.
Þær dömur sem sýndu snilldarleik voru eftirfarandi: 
1. sæti    31 pútt     Lovísa Hermannsdóttir 
2-3. sæti 32 pútt   Valgerður Bjarnadóttir og Dagbjört Bjarnadóttir
4. sæti    33 pútt    Guðríður Hjördís Baldursdóttir
5-8 sæti  34 pútt   Anna Snædís Sigmarsdóttir, Ellý Erlingsdóttir, Guðrún Einarsdóttir og Rannveig Hjaltadóttir
Þannig að staðan í hinni æsispennandi púttmótaröð er eftirfarandi: 
1. sæti 122 högg: Þórdís Geirsdóttir
2. sæti 126 högg: Lovísa Hermannsdóttir
3. sæti 129 högg: Ólöf Baldursdóttir
4. sæti 131 högg: Anna Snædís
5-6 sæti 132 högg: Birna Ágústsdóttir og Guðrún Bjarnadóttir
Næsta mót er á morgun – endilega fjölmennið… enda getur allt enn gerst, lítið bil milli keppenda  en eingöngu 12 konur hafa lokið 4 mótum.