Haraldur Franklín Magnús. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 10. 2014 | 07:00

Bandaríska háskólagolfið: Mikið um að vera hjá háskólakrökkunum okkar

Margir íslensku krakkana sem spila í bandaríska háskólagolfinu hefja leik í dag á hinum ýmsu mótum víðsvegar um Bandaríkin.

Hrafn Guðlaugsson, GSE  og Sigurður Gunnarsson, GK hefja þannig leik í dag í tveggja daga móti (10.-11. febrúar 2014) Coastal Georgia Invitational á Sea Island í Georgíu.

Haraldur Franklín Magnús, GR og Louisiana Lafayette taka þátt í Oak Hills Invitational mótinu, sem fram fer í Oak Hills CC, í San Antonio, Texas. Mótið er tveggja daga (10.-11. febrúar 2014) og þátttakendur eru 84 frá 15 háskólum.  Fylgjast má með gengi Haraldar Franklíns og Louisiana með því að SMELLA HÉR: 

Eins er Ólafía Þórunn Kristinsdóttir við keppni ásamt Wake Forest í Palos Verdes í Kaliforníu og Ari Magnússon, GKG og Theodór Karlsson, GKJ eru við keppni í Arkansas.