Haraldur Franklín. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 11. 2014 | 07:00

Bandaríska háskólagolfið: Haraldur Franklín í 13. sæti eftir fyrri dag Oak Hills Inv.

Haraldur Franklín Magnús, GR og Louisiana Lafayette taka þátt í Oak Hills Invitational.

Mótið er tveggja daga (10.-11. febrúar 2014) og fer fram í Oak Hills CC, í San Antonio, Texas.  Þátttakendur eru 84 frá 15 háskólum.

Eftir fyrri dag mótsins er Haraldur Franklín í 13. sæti – lék fyrstu tvo hringina á samtals 5 yfir pari, 147 höggum (72 75).  Á fyrsta hringnum fékk Haraldur 1 fugl og 2 skolla, en á seinni hringnum 6 skolla og 2 fugla.

Louisiana er í 4. sætinu í liðakeppninni og Haraldur Franklín á 2. besta skori liðsins.

Til þess að sjá stöðuna eftir fyrri dag Oak Hills Invitational SMELLIÐ HÉR: