Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 10. 2014 | 04:30

PGA: Jimmy Walker sigraði á Pebble Beach

Það var Jimmy Walker sem sigraði á AT&T Pebble Beach National Pro-Am golfmótinu sem fram hefir farið á 3 golfvöllum (Pebble Beach, Monterey og Spyglass) undanfarna 4 dag.

Þetta er 3. sigur Walker og 2. sigur hans á skömmum tíma – en hann virðist vera að blómstra á þessu ári.  Á þessu ári er Walker sem sagt búinn að sigra í 2 mótum: Sony Open á Hawaii, 12. janúar 2014 og svo nú, 9. febrúar 2014 á Pebble Beach.  Fyrsti sigur Walker á PGA var hins vegar  á Frys.com Open 13. október 2013, í upphafi keppnistímabilsins. Glæsilegt tímabil þetta hjá Walker!!!

Walker lék samtals á 11 undir pari, 276 höggum (66 69 67 74) og sigraði þrátt fyrir ekkert sérlega fínan lokahring.

Í 2. sæti aðeins 1 höggi á eftir þ.e. á samtals 10 undir pari urðu þeir Dustin Johnson og Jim Renner.

Fjórða sætinu á samtals 8 undir pari, deildu þeir Jordan Spieth og Kevin Na.

Phil Mickelson deildi 19. sæti eftir slakan lokahring upp á 74 högg.

Til þess að sjá lokastöðuna á  AT&T Pebble Beach National Pro-Am golfmótinu  SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta á  AT&T Pebble Beach National Pro-Am golfmótinu frá 4. og lokahringnum SMELLIÐ HÉR: