Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 9. 2014 | 20:00

Viðtalið: Jenetta Bárðardóttir GKB & GR

Viðtalið í kvöld er við kylfing, sem nýlokið hefir leiðbeinendanámskeiði í SNAG-golfi og starfar nú sem slík. Hún hefir spilað golf í 15 ár.

Jenetta Bárðardóttir

Jenetta Bárðardóttir. Mynd: Golf 1

Fullt nafn:   Jenetta Bárðardóttir.

Klúbbur:   GKB og GR.

Hvar og hvenær fæddistu?   Ég fæddist í Ólafsvík, 12. maí 1949.

Hvar ertu alin upp?    Í Ólafsvík.

Í hvaða starfi/námi ertu?  Ég er húsmóðir og í dag er ég SNAG leiðbeinandi.

Jenetta að sýna hvernig á að nota rúllarann í SNAG-golfi en Jenetta er mjög góður SNAG leiðbeinandi

Jenetta að sýna hvernig á að nota rúllarann í SNAG-golfi en Jenetta er mjög góður SNAG leiðbeinandi Mynd: Golf 1

Hverjar eru fjölskylduaðstæður og spilar einhver í fjölskyldunni golf?   Maðurinn minn,  Benóný Ólafsson, spilar golf og síðan systkini mín, makar og börn.

Hvenær byrjaðir þú í golfi?  Ég byrjaði í golfi fyrir svona 15-16 árum.

Hvað varð til þess að þú byrjaðir í golfi?    Eiginmaðurinn kom heim með golfsett og ég ákvað að prófa og sjá hvernig mér líkaði. Ég byrjaði á að fara í kennslu og svo út á völl um vorið – og fór þaðan heim um haustið m.ö.o. var þar alla daga.   Ég var oft spurð að því hvort ekki ætti að koma upp með tjaldvagninn  og parkera honum á bílastæðinu við klúbbhúsið, svo mikið var ég á vellinum.

Hvort líkar þér betur við skógar- eða strandvelli?   Mér líkar betur við Skógarvelli – mér finnst gaman að glíma við þá – þeir ögra manni meira.

Hvort líkar þér betur holukeppni eða höggleikur?   Höggleikur – vegna þess að þá er ég í  keppni við sjálfa mig og keppni við að fara á sem fæstum höggum.

Hver er uppáhaldsgolfvöllur/vellir á Íslandi?    Grafarholtið og Kiðjabergið .

Frá Kiðjaberginu - öðrum uppáhaldsgolfvalla Jenettu á Íslandi. Mynd: Golf 1.

Frá Kiðjaberginu – öðrum uppáhaldsgolfvalla Jenettu á Íslandi. Mynd: Golf 1.

Hefir þú spilað alla velli á Íslandi?  Nei, ég veit ekki nákvæmlega hversu marga ég hef spilað. En ég er búin að spila þó nokkuð marga, e.t.v. svona 30-40.

Hver er uppáhaldsgolfvöllur/vellir hvar sem er í heiminum?   Harbor Hill og Reunion í Flórída.

Frá Reunion golfstaðnum í Flórída - öðrum uppáhaldsgolfstaða Jenettu erlendis

Frá Reunion golfstaðnum í Flórída – öðrum uppáhaldsgolfstaða Jenettu erlendis

Hver er sérstæðasti golfvöllur sem þú hefir spilað á og af hverju?  European Center Golf Club í Vilnius í Litháen.  Þar var öll umgjörðin um völlinn svo falleg. Það var eins og aldrei hafi verið stigið á teig – hann var einhvern veginn svo nýr og vel við haldinn. Svo spiluðum við líka 3 velli í Riga, Lettlandi.   Þar var sérstakt að ég sá engar konur á golfvellinum.

European Center Golf Club í Vilníus, Litháen einum sérstakasta golfvelli sem Jenetta hefir spilað á.

European Center Golf Club í Vilníus, Litháen einum sérstakasta golfvelli sem Jenetta hefir spilað á.

Hvað ertu með í forgjöf?   11,9. Ég lækkaði mig s.l. sumar

Hvert er lægsta skorið þitt í golfi og hvar/á hvaða velli náðir þú því?     82 högg hef oft farið svona 82/ 83 högg – ég man ekki hvar – held að það hafi verið á Kiðjaberginu og svo erlendis.

Hvert er helsta afrekið þitt til dagsins í dag í golfinu?    Það er að fara holu í höggi. Í bæði skiptin í Oddi á 4. og 13. holu.   Svo varð ég klúbbmeistari Kiðjabergs 2012.

enetta Bárðardóttir, klúbbmeistari Kiðjabergs. Mynd: Í eigu Jenettu

Jenetta Bárðardóttir, klúbbmeistari Kiðjabergs. Mynd: Í eigu Jenettu

Spilar þú vetrargolf?   Já, en þá bara erlendis.

Hvaða nesti ertu með í pokanum?   Ég er með banana, vatn, rúnnstykki og orkustangir. Ég þarf að vera að borða allan hringinn til að halda holdum.

Hefir þú tekið þátt í öðrum íþróttum?     Nei.

Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? uppáhaldsdrykkur? uppáhaldstónlist? uppáhaldskvikmynd?  uppáhaldsbók? og uppáhaldsgolfbók?    Uppáhaldsmaturinn minn er vel kæst og sterk skata – húnverður að vera það sterk að ég geti ekki dregið andann yfir henni.  Uppáhaldsdrykkurinn minn er: vatn; Uppáhaldstónlistin: er með Ragga Bjarna og Baggalút. Uppáhaldskvikmyndin er:  Happy Gilmore og The Intouchables, (Sjá má kynningu á The Intouchables með því að SMELLA HÉR: ) Uppáhaldsbókin mín er:  Arnaldur Indriðason er uppáhaldsrithöfundurinn minn; Uppáhaldsgolbókin: er Saga golfsins á Íslandi.

Notarðu hanska og ef svo er hverskonar?  Ég nota grifflur.

Jenetta

Jenetta

Hver er uppáhaldskylfingurinn þinn nefndu 1 kvenkylfing og 1 karlkylfing?     Kk: Tiger Kvk.: Annika Sörenstam.

Hvert er draumahollið?   Það er að fá að detta út á völl með Magga Birgis og Phill Hunter.

Hvað er í pokanum hjá þér og hver er uppáhaldskylfan þín?     Ég er með  Callaway kylfur og ætli 7-an sé ekki uppáhaldskylfan mín – Hún gerir mér stundum gott.

Hefir þú verið hjá golfkennara – ef svo er hverjum?   Siggi P. var fyrsti kennarinn minn, en þar á eftir hafa Maggi Birgis og Phill Hunter séð um að afrugla mig á vorin, áður en ég byrja að spila.

Hver er besti golfkennari á Íslandi?  Maggi Birgis og Phill Hunter eru bestir, finnst mér. Og hafa góða nærveru.

Jenetta í sveit GKB í sveitakeppni GSÍ. Mynd: Í eigu Jenettu

Jenetta (f.m)  í sveit GKB í sveitakeppni GSÍ. Mynd: Í eigu Jenettu

Ertu hjátrúarfull í golfinu og ef svo er hvernig birtist það?     Ég er hjátrúarfull manneskja. Ég verð t.d. allaf að slá boltann þar sem hann liggur á flöt, þótt megi hreyfa vegna aðstæðna.

Hvert er meginmarkmið í golfinu og í lífinu?   Það er að gera betur í dag en í gær í golfinu.  Og í lífinu að horfa fram á veginn og ekki hanga í baksýnisspeglinum. Og hlúa vel að fjölskyldunni.

Hvað finnst þér best við golfið?   Félagsskapurinn og útiveran.

Hversu há prósenta af golfinu hjá þér er andleg (í keppnum)?    80%.

Ertu með gott ráð sem þú getur gefið kylfingum?    Já, þeir eiga að koma fram við kylfinga eins og þeir vilja láta koma fram við sig og sýna tillitssemi.