Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 14. 2014 | 08:55

Bandaríska háskólagolfið: Ingunn Gunnars hefur leik á Seminole Match Up í Flórída í dag

Ingunn Gunnarsdóttir, GKG og golflið Furman háskóla taka þátt í Seminole Match Up, sem fram fer á Southwood golfvellinum í Tallahassee, Flórída.

Mótið stendur dagana 14.-16. febrúar og þátttakendur eru 60 frá 11 háskólum.

Ingunn tekur bara þátt í einstaklingskeppninni.   Hún á rástíma kl. 8:54 að staðartíma (kl. 13:54 hjá okkur hér heima á Íslandi).

Til þess að fylgjast með gengi Ingunnar á Seminole Match Up SMELLIÐ HÉR: