Hetja liðs Evrópu í Solheim Cup 2013: Caroline Hedwall
Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 14. 2014 | 08:30

LPGA: Hedwall leiðir í hálfleik

Það var sænski kylfingurinn Caroline Hedwall sem tyllti sér í 1. sætið á ISPS Handa Women´s Australia Open.

Hedwall er búin að spila á samtals 11 undir pari, 133 höggum (68 65); og leiðir með 1 höggi á forystukonu gærdagsins Suzann Pettersen, sem er búin að spila á 10 undi pari, 134 höggum (66 68).

Í 3. sæti er heimakonuan Minjee Lee (samtals 9 undir pari) og 4. sætinu deila 3 kylfingar Holly Clyburn, Anna Nordqvist og Lydia Ko, allar  á samtals á 8 undir pari, hver.

Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag ISPS Handa Women´s Australia Open SMELLIÐ HÉR: