Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 13. 2014 | 18:15

Evróputúrinn: Santos efstur á 62 höggum – Myndskeið frá hápunktum 1. dags Africa Open

Portúgalinn Ricardo Santos átti glæsihring á Africa Open á Eastern Cape í Suður-Afríku í dag og situr í efsta sæti eftir 1. dag.

Santos lék á 9 undir pari, 62 höggum í East London golfklúbbnum, þar sem mótið fer fram.

Santos sem var nýliði ársins á Evrópumótaröðinni 2013 eftir sigur á Madeira Islands Open, skilaði „hreinu skorkorti“ þ.e. með 9 fuglum og engum skollum og er 2 höggum á eftir þeim sem deila 2. sætinu: Garth Mulroy, (sem þegar var kominn í forystu snemma dags s.s. Golf 1 greindi frá) Rhys Davies, Richard Bland og Lucas Bjerregaard.

Eftir frábæran hring sinn sagði Santos m.a.: „Ég spilaði pottþétt golf í dag og gaf sjálfum mér fjölmörg tækifæri á fuglum og nýtti sum þessara færa. Ég er mjög ánægður með frammistöðuna í dag.“

„Ég sló boltann stöðugt af teig og púttin mín voru öll góð. Til þess að vera á 9 undir pari þar að spila frábært golf, þannig að ég er mjög ánægður mér hvert smáatriði leiks míns.“

„Ef það er hvasst er þetta mjög erfiður völlur, en í dag ef maður var á braut átti maður tækifæri á að vera á lágu skori. Í dag átti ég örugglega einn besta golfhring minn í golfi til þessa.“

Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag á Africa Open SMELLIÐ HÉR:

Til þess að sjá hápunkta 1. dags Africa Open SMELLIÐ HÉR: