Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 13. 2014 | 18:00

Samstarfi Westy og Foley lokið

Westy eða m.ö.o. Lee Westwood þarf að leita sér að nýjum sveifluþjálfara en hann tilkynnti að samstarf sitt við  Sean Foley væri lokið.

Westwood  hafði aðeins unnið með Foley,  sem m.a. þjálfar Tiger Woods og Justin Rose, frá því fyrir síðasta Opna breska á Muirfield, þar sem hann lenti í 3. sæti.

Síðan þá hefir hann aðeins 1 sinni orðið meðal efstu 10 á Evrópumótaröðinni og sigraði aldrei árið 2013 og hefir farið úr topp-10 á heimslistanum niður í 33. sæti.

Westwood hóf árið 2014 slælega þ.e. varð í 47. sæti á Farmers Insurance Open á PGA Tour og komst ekki einu sinni í gegnum niðurskurð á Waste Management Phoenix Open.

Westy staðfesti þegar hann var við æfingar fyrir Northern Trust Open á Riviera í Los Angeles, að leiðir hans og Foley hefðu skilið eftir áramót.

„Ég vildi vinna í sveiflustöðum og svoleiðis atriðum. Mér fannst ekki að Sean þjálfaði þannig, þannig að hann hentaði ekki því sem ég vidli gera,“ sagði Westy.

„Mér fannst að leikur minn væri sá sami og kom mér í 1. sæti heimslistans. Og ég var að vinna í hlutum sem ég vann ekki í þá, þannig að það virtist rökrétt að fara aftur að vinna í hlutum sem ég var að vinna í þá.

Westwood sagði loks að það væri ýmislegt í pípunum varðandi það að ráða nýjan sveifluþjálfa.