Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 9. 2014 | 11:00

Matsuyama baðst afsökunar

Ian Poulter kallaði nýjustu japönsku golfstjörnuna Hideki Matsuyama hálfvita og Matsuyama biðst afsökunar? Það var einmitt það sem gerðist. Ian Poulter snöggreiddist þegar Hideki sem var í ráshóp á undan honum,  Charl Schwartzel og Jason Dufner, pirraðist á 13. flöt vegna þess að hann missti pútt og skellti pútter sínum í flötina þannig að heilmikill „eldfjallagígur“ (að sögn Poulter) varð eftir í flötinni og gekk af henni án þess að gera við skemmdirnar.  Skemmdirnar voru í púttlínu Schwartzel, sem kallaði á dómara, sem gerði við skemmdirnar en Charl missti engu að síður púttið. Poulter pirraðist og tvítaði. Poulter tvítaði 3 harðyrt skeyti beind að Matsuyama á Twitter, þar sem hann Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 9. 2014 | 08:45

LET: Park sigraði í Kína

Inbee Park var ekkert á því að gefa norsku frænku okkar Suzann Pettersen eftir 1. sætið á heimslistanum. Hún sigraði nú rétt í þessu World Ladies Championship á Mission Hills golfvellinum í Haikou, Kína, með nokkrum yfirburðum. Inbee spilaði þannig á samtals 24 undir pari, (69 70 62 67). Á hringnum fékk Inbee 8 fugla og 2 skolla. Suzann Pettersen var heilum 5 höggum á eftir á samtals 19 undir pari, (67 68 66 72). Í 3. sæti varð síðan So Yeon Ryu, frá Suður-Kóreu á samtals 16 undir pari, þannig að það sést vel að Suzann og Inbee voru í algerum sérflokki. Til þess að sjá lokastöðuna á World Ladies Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 9. 2014 | 08:30

WGC Cadillac: Tiger á 66 – kominn í 4. sætið fyrir lokahringinn

Þó hann hafi fyrir aðeins viku síðan þjáðst svo af bakverkjum að hann varð að segja sig úr Honda Classic mótinu og þrátt fyirr slaka byrjun þá er Tiger nú kominn í 4. sætið fyrir lokahringinn á WGC Cadillac Championship, sem hann deilir með Wales-verjanum Jamie Donaldson.  Hann lék 3. hring á glæsilegum 6 undir pari, 66 höggum fékk 8 fugla og 2 skolla. Samtals er Tiger hins vegar á 1 undir pari, 215 höggum (76 73 66) og eins og sést er 10 högga sveifla á 1. og 3. hring hans. „Ég spilaði vel“ sagði Tiger eftir hringinn góða. „Ég byrjaði vel. Ég náði að halda þessu saman og Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 8. 2014 | 18:45

Golfgrín á laugardegi

Gústaf heimsækir framhjáhaldið sitt. Það er ekkert í veginum fyrir þeim – eiginmaður hennar er ekki heima. Á meðan þau kela, hringir síminn. Þegar hún leggur á spyr Gústaf: „ Jæja, hver var þetta?“ „Maðurinn minn,“ svarar hún. „Hann sagði að hann kæmi svolítið seint heim; hann væri með þér á golfvellinum.“

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 8. 2014 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Craig Warren —— 8. mars 2014

Það er ástralski kylfingurinn Craig Warren, sem er afmæliskylfingur dagsins. Warren  fæddist 8. mars 1964 og á því 50 ára stórafmæli í dag. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: ….. og …… Erla Þorsteinsdóttir 8. mars 1978 (36 ára) Jónmundur Guðmarsson F. 8. mars 1968 (46 ára) Eggert Bjarnason F. 8. mars 1978 (36 ára) Sunna Reynisdóttir  F. 8. mars 1968 (46 ára) Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öllum kylfingum, sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 8. 2014 | 13:13

Hvernig Rory ver peningum sínum

Business Insider hefir tekið saman skemmtilega samantekt í máli og myndum um hvernig nr. 6 á heimslistanum (Rory McIlroy) vinnur sér inn og ver peningum sínum. Fremst í flokki af tekjulindum kappans er auðvitað Nike golfvörufyrirtækið sem Rory er með ábatasaman $ 200 milljóna samning við. Það helsta sem Rory hefir síðan verið að eyða peningum sínum í er hús og bíll (ótrúlega flottur Lamborghini Aventador) og kærastan, Caroline Wozniacki, sem reyndar er heldur ekki á flæðiskeri stödd fjárhagslega en talið er að hún vinni sér inn árlega um $ 13,5 milljónir. Skemmtilegra er þó að sjá samantekt Business Insider í myndum, sem sjá má með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 8. 2014 | 13:00

WGC Cadillac: Poulter kallar Matsuyama hálfvita

Ian Poulter fór hamförum á Twitter í gær og hellti sér yfir annan leikmann sem keppir á WGC-Cadillac Championship — reyndar kylfing sem hann kemur til með að vera með í ráshóp í dag, en þeir fara báðir út kl. 11:15 að staðartíma (þ.e. kl. 16:15 að okkar tíma hér heima á Íslandi). Sá sem Poulter gagnrýndi var japanska golfstjarnan Hideki Matsuyama, en hann kallaði Matsuyama „hálfvita“ fyrir að skemma flötina með því að þrýsta pútter sinn á púttersyfirborðið á 13. holu. „Spilaði með  Matsuyama tomo. Hann gróf pútter sinn á 13. flötinni, 2 metrum frá holu. Dómari varð að laga þennan eldfjallagíg. Vegna þess að hann gerði það ekki,“ skrifaði Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 8. 2014 | 12:00

WGC Cadillac: Áhorfandi stingur bolta Donald á sig – Myndskeið

Fyrrum nr. 1 á heimslistanum, Englendingurinn Luke Donald tekur eins og allir bestu kylfingar heims þátt í WGC Cadillac Championship, í Doral, Miami. Hann átti ekkert sérstakan dag í gær en lék breytta Bláa Skrímslið á 82 höggum! Og svo er það ýmist í ökkla eða eyra. Ekki nóg með að honum hafi gengið illa, heldur tók áhorfandi á Bláa skrímslinu upp bolta hans þar sem hann lá utan brautar og gerði sig líklega til að hverfa af velli með hann! Þetta er náttúrlega nokkuð sem algerlega er bannað í golfkeppnum, hvort heldur er af keppendum eða áhorfendum, ef einhverjir eru, að taka upp bolta. Enda var konan stoppuð af Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 8. 2014 | 11:15

LET: Park og Pettersen einvígi í vændum á morgun á Mission Hill

Það stefnir í einvígi nr. 1 og 2 (Suzann Pettersen og Inbee Park) á Rolex-kvenheimslistanum á morgun, en Inbee Park kom sér í 1. sætið fyrir lokahringinn eftir ótrúlegan hring upp á 11 undir pari, 62 höggum, þar sem hún setti nýtt vallarmet á Blackstone golfvellinum í Mission Hills í Haikou, Kína. Það sem er gaman í kvennagolfinu er að efstu kvenkylfingar á heimslistanum eru að berjast upp á líf og dauða um ekki bara sigurinn í mótinu á morgun heldur einnig um 1. sætið á heimslistanum…. öfugt við Tiger og Adam Scott í Miami! Park fékk fugla á fyrstu 3 holurnar en byrjaði ballið fyrir alvöru um miðbik hrings Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 8. 2014 | 10:30

Hæfileikar versus tækni í golfi

Hér á eftir fer í lauslegri íslenskri þýðingu frábær grein Adam Young (sjá má grein hans á ensku fyrir þá sem heldur vilja lesa greinina á frummálinu með því að SMELLA HÉR:): Nökkvi Gunnarsson, PGA golfkennari, sagði á facebook í fyrradag að þessi grein ætti að vera skyldulesning! Hér fer síðan greinin lauslega þýdd:  „Fyrir mig snúast hæfileikar um hæfni ykkar til þess að gera það sem þið ætlið ykkur að gera. T.d. ef ætlunin er að henda pílu í miðja skotskífu, þá er stig hæfileika minna hærra þegar hæfni mín er meiri til þess að vera oft nærri (eða hitta) í skotmark mitt.  Tæknin fyrir mér snýst meira um „hvernig“ Lesa meira