LET: Park og Pettersen einvígi í vændum á morgun á Mission Hill
Það stefnir í einvígi nr. 1 og 2 (Suzann Pettersen og Inbee Park) á Rolex-kvenheimslistanum á morgun, en Inbee Park kom sér í 1. sætið fyrir lokahringinn eftir ótrúlegan hring upp á 11 undir pari, 62 höggum, þar sem hún setti nýtt vallarmet á Blackstone golfvellinum í Mission Hills í Haikou, Kína.
Það sem er gaman í kvennagolfinu er að efstu kvenkylfingar á heimslistanum eru að berjast upp á líf og dauða um ekki bara sigurinn í mótinu á morgun heldur einnig um 1. sætið á heimslistanum…. öfugt við Tiger og Adam Scott í Miami!
Park fékk fugla á fyrstu 3 holurnar en byrjaði ballið fyrir alvöru um miðbik hrings síns þegar hún fékk 6 fugla í röð frá 9. holu. Hún náði enn 2 höggum á 16. holu og síðustu á besta hring ferils síns.
Park jafnaði besta skor í móti á LET, sett af 6 öðrum kylfingum og skor hennar á seinni 9, upp á 7 undir pari jafnaði líka met LET um skor á 9 holum.
Skor Park gæti hafa verið enn lægri enn hún missti stutt pútt fyrir erni á 12. holu og tvípúttaði af 7 metra færi á löngu 18. holunni.
„Þetta er besti hringur ferils míns þannig að augljóslega var þetta frábær hringur. Á síðustu dögum hefir verið erfitt að pútta. Flatirnar eru svolítið kornóttar og miklu hægari. Við höfum spilað á mjög hröðum flötum s.l. tvær vikur og þegar ég kom hingað var ég ekkert vön flötunum hér. Ég var með of mörg pútt síðustu daga en í dag virtist eins og allt væri að fara í rétta átt og ég setti niður fullt af púttum. Það er það sem gerir skorið að 11 undir pari,“ sagði Inbee Park (sýnir bara hvað púttin eru mikilvægur hluti golfsins!!!)
„Slátturinn hefir í raun verið alveg eins og síðastliðna 3 daga það voru bara púttin. En allt sem ég leit á í dag virtist detta!!!“
Norska frænka okkar Suzann Pettersen, sem búin er að vera í forystu fyrstu tvo dagana hóf hringinn á skolla en kom tilbaka með 8 fugla þ.m.t. einn sem hún fékk á 18. holu og jafnaði þar með við Park.
Pettersen sagði eftir hringinn: „Þetta var ekkert auðvelt í dag en maður varð bara að vera þolinmóður. Ég var með gott pútt á 11. holu, en missti síðan pútt og paraði bara 12. holu eftir að hafa átt högg með 7-unni eftir inn á flöt. Ef þú ert með par þarna þá missir þú 2-3 högg til hinna. Ég er í góðri stöðu fyrir morgundaginn og þetta verður skemmtileg barátta aftur.“
„Ég er með ákveðna tölu í huga og ég ætla að gera allt í mínu valdi til þess að ná þeirri tölu. Ég ætla ekki að segja ykkur hver hún er en er nokkuð viss um að hún komi til með að duga.“
Ye Na Chung er 4 höggum á eftir forystukonunum á 14 undir pari eftir 3. hring upp á 68 högg. Chung fékk örn á par-4 16. holunni sem var hápunktur dagsins hjá henni.
Um örninn sinn sagði Chung: „Ég var heppin. Þegar ég sló var grasið virkilega hátt þannig að ég einbeitti mér að því að slá ekki of langt. Þegar ég síðan sló fannst mér sem höggið yrði of langt en það var í lagi. Ég var mjög taugaóstyrk en spennt að spila við Suzann, en andstæðingar voru ekki hinir leikmennirnir í dag. Það eina sem ég hugsaði um var skorið mitt.“
Sjá má stöðuna eftir 3. hring World Ladies Championship hér að neðan:
1.-2. sæti – Inbee Park (KOR) 69 70 62, Suzann Pettersen (NOR) 67 68 66
3. sæti – Ye Na Chung (KOR) 68 69 68
4. sæti – Ariya Jutanugarn (THA) 73 66 67
5. sæti – So Yeon Ryu (KOR) 70 67 70
6.-8. sæti- In Gee Chun (KOR) 71 69 68, Yi Chen Liu (TPE) 71 70 67, Minjee Lee (AUS) 68 71 69
9.-11. sæti – Joanna Klatten (FRA) 73 70 66, Trish Johnson (ENG) 69 68 72, Amelia Lewis (USA) 73 69 67
12. sæti – Nikki Campbell (AUS) 70 67 73
13.-16. sæti- Camilla Lennarth (SWE) 72 68 71, Ha-Na Jang (KOR) 72 70 69, Valentine Derrey (FRA) 69 68 74, Diana Luna (ITA) 74 64 73
17. sæti – Holly Clyburn (ENG) 74 74 64
18. sæti – Shanshan Feng (CHN) 74 70 69
19.-20. sæti- Jing Yan (CHN) 73 72 69, Felicity Johnson (ENG) 77 70 67
21.-23. sæti- Beth Allen (USA) 75 70 70, Rebecca Artis (AUS) 71 71 73, Xi Yu Lin (CHN) 72 72 71
24.-26. sæti- Sophie Giquel-Bettan (FRA) 74 74 68, Yu Ting Shi (CHN) 77 67 72, Gwladys Nocera (FRA) 69 70 77
27. sæti – Stephanie Na (AUS) 73 73 71
28.29. sæti – Pan Pan Yan (CHN) 77 71 70, Florentyna Parker (ENG) 75 74 69
30-35. sæti Maria Balikoeva (RUS) 73 72 74, Celine Herbin (FRA) 73 71 75, Nicole Broch Larsen (DEN) 75 73 71, Kusuma Meechai (THA) 74 72 73, Miriam Nagl (GER) 75 71 73, Pamela Pretswell (SCO) 73 72 74
37.-40. sæti – Hsuan-Ping Chang (TPE) 72 75 73, Wichanee Meechai (THA) 78 67 75, Holly Aitchison (ENG) 76 71 73, Patricia Sanz Barrio (ESP) 77 71 72, Li Qing Chen (CHN) 75 74 71
41.-44. sæti – Bo-Mi Suh (KOR) 73 73 75, Louise Larsson (SWE) 72 76 73, Yan Hong Pan (CHN) 74 69 78, Kylie Walker (SCO) 72 76 73
45.-48. sæti – Malene Jorgensen (DEN) 73 73 76, Hannah Burke (ENG) 74 74 74, Hong Tian (CHN) 78 71 73, Pei-Yun Chien (TPE) 77 71 74
49. sæti – Sarah Kemp (AUS) 74 70 79
50.-54. sæti – Xin Wang (CHN) 75 73 76, Nontaya Srisawang (THA) 78 71 75, Nina Holleder (GER) 74 72 78, Steffi Kirchmayr (GER) 76 73 75, Ajira Nualraksa (THA) 76 72 76
55. sæti – Rong Ji (CHN) 76 72 78
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024